Skírnir - 01.09.2011, Page 133
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 363
einungis um kynni sín af prósaverkum; þó hafði hann undir hönd-
um ljóð eftir Soupault auk Apollinaires.3
Seinni kvæðin frá þriðja áratugnum bera síðan með sér að Halldór
hefur kynnt sér stefnuna vel. Álitamál er þó eftir sem áður hversu mik-
ils súrrealisma gæti í kvæðunum, eða hvort eitthvað annað hafi villt
mönnum sýn, og verður að því vikið hér á eftir. Ekki svo að skilja að
þetta skipti lesendur neinu meginmáli; kvæðin eru söm við sig hvað
sem þau eru kölluð. Ástæða þess að mér finnst nokkurs um vert að
skoða þetta atriði er öllu heldur sú, að hér á landi hefur verið mikill
siður í gagnrýni að sæma ýmis merkustu kvæðin frá upphafi aldar-
innar — til að mynda „Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson, „Unglíng-
inn“ eftir Halldór, og „Söknuð" eftir Jóhann Jónsson — einhverri
ismanafnbót, eins og þar með væru þau afgreidd og tæk til krossa-
prófs. En frá sjónarhóli bókmenntasögu er vitaskuld eðlilegt að reyna
að meta hver þáttur súrrealisma var í raun í höfundarverki Halldórs.4
Eins og að framan sagði eru kvæðin frá þessu skeiði afar hnýsi-
leg frá skáldskaparfræðilegu sjónarmiði. Auk þess endurspegla þau
mjög greinilega breyttar lífsskoðanir Halldórs. Ummerki um þær
breytingar eru orðnar sýnilegar vorið 1926 en skýrast betur á næstu
árum. Halldór fjallar um þær af hispursleysi og gerir jafnvel að
skemmtiefni þó að alvara búi undir.
Rhodymenia palmata
Eigum við að eigast? Nei valla.
Ljóðasyrpan „Rhodymenia palmata" hefur að geyma tíu tölusett
ljóð sem voru að sögn Halldórs ort um sama leyti og hann samdi
Vefarann miklafrá Kasmír, það er að segja suður á Sikiley velflest
3 Prósaverkin sem Halldór nefnir eru afar ólík. Poisson soluble er safn 32 prósaþátta
sem eru að sögn Bretons allir nema einn ritaðir ósjálfráðri skrift (purement „au-
tomatiques"). Anicet eftir Aragon er hinsvegar samfelldur texti og írónískur stíll-
inn minnir oft á Birtíng Voltaires. Anicet kom út 1921, á dadaistaárum Aragons
sumsé, sem styður það að skáldid komi jafnan á undan og sé mikilvægara en istinn.
4 Við lestur á kvæðum Halldórs frá þessum tíma er gagnlegt að spyrja spurninga á
borð við ,Á súrrealisminn sér einhver skýr landamæri?', ,Hvar liggja mörk stefn-
unnar og leiks, orðaleikja?*