Skírnir - 01.09.2011, Page 137
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 367
Má ég þakka yður mia cara
miðjarðarhafið í kórallaþara?
Ég hef ekki tóm til að hlusta á þig svara.
Ég kveð ángan þinna úngu vara.
Elskan mín, ég verð að fara.
í flestum ljóðunum eru tveir leikendur: 4þú‘ (yfirleitt kona) og ýíg‘
(,alter ego skáldsins að því er virðist). Meirihluti ljóðanna fellur því
inn í þann ramma sem lýst er hér að framan en sumt er þó af öðru
tagi, til að mynda í anda þeirrar sjálfskoðunar og þess tillærða ,kven-
haturs‘ sem gætir í Vefaranum (einkum gildir það um „Miðvísu“,
sem reyndar fylgdi ekki í fyrstu prentun). Mörg ljóðin lýsa umfram
allt frelsisþörf ungs og metnaðarfulls rithöfundar sem þolir ekki
bönd af neinu tagi. En fyrsta ,niðurlag‘ af þremur, kvæði III, er
sjálfsmynd sem ekki er að sjá að tengist öðrum þemum syrpunnar,
það er einskær leikur eins og svo margt í skáldskap Halldórs á þessu
skeiði (og höfðar einnig óvart til samtíma okkar):
Vökru hleypa járngráir víkíngar
vindum skygnda slóð.
Einatt framdi ég undirferli og svíkíngar
ástin mín góð,
af því ég kunni annarrar gráðu líkíngar
einsog magurt jóð.
Ljóð VIII og IX, sem fjalla um trúna á Guð og hið Eina, má skilja
sem kveðjuljóð til kirkjunnar og kaþólskrar trúar: „Guð er sá sem
einn er alt / og einginn blekkir hann. / Við skulum kveðjast vina
mín / — vertu nú hraust / að ári verður það altof seint. / Óðar er
haust.“ Það er síðan við hæfi að syrpunni skuli ljúka á stuttu ljóði
sem ber heitið „Upphaf á nýu kvæði“, og hljóðar svo:
Fyrir sunnan söl og þara
sé ég hvíta örnu fara,
ber við dagsól blóðgan ara.
Syrpan byrjar sumsé á kveðjuljóði og endar á því að boða upphaf
nýrra tíma. Skáldið er statt á Sikiley („Fyrir sunnan söl og þara“:
tvöföld nafnskipti) og fyrir sjónir þess ber tvo erni, kvenfugl og karl-