Skírnir - 01.09.2011, Side 138
368
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
fugl, annan hvítan, hinn blóðugan.9 Myndirnar eru torræðar. Ein-
faldast væri að skýra þær svo, að skáldið hafi hér vantað b-stuðul
(,blóðgan‘) og að ari lokalínunnar sé til kominn rímsins vegna. Það
gæti vel samræmst leiknum í ljóðum Halldórs, og verður nánar vikið
að því atriði síðar. Eða er hvíta arnan tákn hreinleika, sakleysis, og
vísuninþá hver? Hvítur örn er annars ,óvenjulegur einstaklingur‘, rétt
eins og hvítur hrafn eða svartur svanur. En örn er líka kristið tákn um
upprisu Krists og himnaför.10 Og er hinn blóðugi örn þá Kristur? Svo
má spyrja en efa má að við spurningunum fáist einhlít svör. Hitt fer
vart á milli mála að ljóðið boðar nýja tíma í lífi skáldsins.
Kvæðin voru sem áður segir ort meðan á ritun Vefarans stóð og
birt í Lesbók Morgunblaðsins í byrjun apríl 1926.1 lok sama mánaðar
birtist viðtal við Halldór um syrpuna. Þar er haft eftir honum að hún
sé „ort í anda hinnar nýju skáldskaparstefnu, sem kviknaði árið 1922
[svo] og nefnt er „surrealismi“.“ „Jeg veit hjer um bil alt um þessa
stefnu,“ sagði Halldór, „hefi lesið allar helstu bækur er um hana
fjalla. Kvæðið er ort undir þeim áhrifum“ (Halldór Kiljan Laxness
1926). Ekki skal dregið í efa að kynni Halldórs af súrrealískum ritum
hafi haft áhrif á efnistök hans í syrpunni þó sjálf verði hún ekki
kölluð súrrealísk. Að minnsta kosti myndu Frakkar líklega seint fall-
ast á það. Einna helst vottar fyrir slíkum einkennum í fimmta kvæði,
þó nærtækara sé að skilja það ofur jarðlegri skilningu:
Mæra vina í Miðjarðarhafi
vafin grænum sólskinssaungum,
sá ég í auga þínu laungum
drauma sfinxins geisla í glæru rafi.
De profundis clamavi.
Athugum fyrst latínuorðin sem eru úr kaþólskum iðrunarsálmi: De
profundis clamavi ad te, domine — úr djúpunum hef ég ákallað þig,
9 Ég lít svo á að hér sé á ferðinni kvenkynsorðið ,arna‘ en formsins vegna gæti líka
verið um þolfall fleirtölu að ræða: ,ernir — örnu'.
10 Because it soars upward, the eagle is a symbol of the resurrection or ascension
of Christ. — Orn er einnig tákn Jóhannesar guðspjallamanns (http://www.reli-
gionfacts.com/christianity/symbols/eagle.htm).