Skírnir - 01.09.2011, Side 139
SKÍRNIR
MANNABORN ERU MERKILEG
369
drottinn. Baudelaire notaði orðin sem heiti á sonnettu. Glært raf er
víst aðeins til í þessu vísuorði, mynd af auga vinkonu ljóðmæl-
anda,11 og í því speglast draumar sfinxins. En hverjir skyldu þeir nú
vera? — Væntanlega draumsýnir Halldórs sjálfs.
Og ,vinan mæra í Miðjarðarhafi' væri þá Sikiley þar sem skáldið
sat um þessar mundir að skriftum.
Vegurinn austur, Hallormsstaðaskógur
Blessað sé norðurhvelið sem mig ól!
Vorið og sumarið 1926 eftir heimkomuna frá Sikiley yrkir Halldór
þessi kvæði tvö sem marka að vissu leyti tímamót á skáldferli hans.
Þau eru lofsöngvar til Islands, reyndar fjarska óhátíðleg af slíkum
kvæðum að vera, og ljóðmælandi er víða brosandi út að eyrum.
„Vegurinn austur" byrjar svo:
Ég heilsa yður, únga vorsins töfrar,
yður sem seidduð mig úr dölum Rínar,
íslenska vor, sem öllum vorum fegri
eruð, og flúri Rómastóls og dætrum Vínar.
Utlönd er hismi, heimskumál í rúnum,
hljómlausir saungvar fáráðleikans auma,
óráðið svefnhjal vondra dægurdrauma.
Döggin er fegurst heima á íslands túnum.
Sannfræðin er greinilega ekki það sem skáldinu er efst í huga, saman-
ber Rínardali og Vínardætur sem það hafði tæpast haft ýkja mikil
kynni af; en þegar rím er annarsvegar verða staðreyndir oft að láta
í minni pokann. Skáldið finnur þörf hjá sér til að gera fremur lítið
úr fyrri átrúnaði og hugðarefnum — ýmiskonar útlendri tísku — en
það einkennir gjarna trúskiptinga. Mikilvæg er kveðjan til Róma-
stóls, kaþólsku kirkjunnar. Athyglisverð stíleinkenni birtast í kvæð-
inu, ef til vill í fyrsta sinn hér á landi:
11 ,geisla í gulu rafi‘ væri rétt náttúrufræði og rétt stuðlun einnig, en hæpið sem
mynd af auga vinkonunnar!