Skírnir - 01.09.2011, Side 140
370
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Kolviðarhóll er kunnur næturgestum,
kaffið er drukkið þar á brotna stólnum.
Þar ætti að vera útvarp handa prestum.
Álfkonan geingur þar í bláa kjólnum.
Keilir er líkur konúngsstól í salnum;
kallarnir spá og taka í nef úr bauki.
Austur í Fljótshlíð glóir á grænum lauki,
glampar í Olvesinu á mó í hrauki.
Oll vísuorðin eru fullar og sjálfstæðar setningar og ekki er endi-
lega fylgni milli vísuorða þannig að eitt leiði af öðru, til dæmis ekki
milli fjögurra síðustu línanna; erindið er sumsé átta láréttir þræðir.
Hinsvegar er sami tími í þeim öllum, enda er þetta símúltanismi
svokallaður sem Halldór kynni að hafa lært af franska skáldinu
Guillaume Apollinaire sem iðkaði þann stíl allmjög um skeið, og
Frakkar kalla sum kvæða hans og fleiri skáldapoemes simultanés}2
Einnig fá rím og stuðlar að nokkru leyti að ráða hér ferð („útvarp
handa prestum“), þó ekki í sama mæli og seinna verður á stundum.
Ég man ekki eftir eldri íslenskum kvæðum í þessum stíl, en hins-
vegar orti Steinn Steinarr seinna skemmtilega stælingu sem byrjar
svo:
Ó, ljúfa sól, ég lofa geisla þína.
Langt fram í dal er stúlka að sækja kýrnar,
sú gaf mér forðum gjöf, sem aldrei rýrnar.
Guð hjálpi þeim sem skilur veröld sína.13
12 Sbr. kvæðið „Les fenétres" í Calligrammes. Athyglisverð er einnig kynning Hall-
dórs á „Únglíngnum“ 1925: „Expressíónistiskt kvæði getur brugðið upp fyrir
áheyranda hinum fjarskyldustu viðhorfum í sömu andrá [leturbr. hér].“ — Heitið
símúltanismi var haft um ýmis fyrirbæri í ýmsum stefnum í bókmenntum og
myndlist þar sem tvennu eða fleira fór fram samtímis og samhliða.
13 „Kveld við Breiðafjörð", Rauður loginn brann (1934). Kristján Karlsson benti í
inngangi að Kvaðasafni og greinum Steins á áhrif frá Halldóri í kvæðinu, sem
Steinn tók ekki upp í safn sitt Ferð án fyrirheits 1956. — Seinna stældi Steinn
lýðveldishátíðarkvæði Halldórs, sem endar á orðunum „Mín klukka, klukkan
þín, / kallar oss heim til sín“, og orti á móti: „mín kona, konan þín, / kallar oss
heim til sín.“