Skírnir - 01.09.2011, Side 143
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 373
Eg held það sé misskilningur að sjá súrrealisma í þessum ljóð-
myndum, þær eru leikur af því tagi sem víða má sjá í ljóðum.14 Því
er ekki að neita að vísu að þær minna töluvert á óræðar myndir súr-
realismans, enda tæpast tilorðnar án kynna af þeirri stefnu, en for-
sendurnar eru ólíkar. Súrrealískur ljóðtexti er nánast alltaf frjáls í
forminu — í óbundnu máli sumsé — en hið rígbundna form Hall-
dórs, með stuðlasetningu og rími, gefur svigrúm til leiks og til að
koma flatt upp á lesendur. Utkoman úr slíkum leik að formi getur
minnt á súrrealisma en er í rauninni búrleska, skopstæling á alvar-
legum skáldskap, eins og skáldið sjálft bendir á.15 Það er í sjálfu sér
spurning hvort ljóð sem bundin eru háttbundinni hrynjandi, ljóð-
stöfum og rími geti með nokkru móti kallast súrrealísk því öll reglu-
festa var þeirri stefnu framandi. En hvað um segðina 3hun Jstjarnan
Venus in bláa'í Meðan ekki hefur verið sýnt fram á annað er mér
nær að halda að hið sama gildi þar: Skáldið vantaði h-stuðul og rím-
orð á móti háa og fann skemmtilega lausn á þeim vanda.16
Hefur Halldór fyrirmyndir að því sem setur svip sinn á nokkur ljóð
í Kvœðakveri, að fara óforvarandis á skellireið út í prósa? I „Úng-
língnum“ er aðallega um kynningu og tengingar að ræða en svo er
ekki í „Nótt á tjarnarbrúnni“ (2 skipti), „Aprílnum“ (3) og „s.s.
Montclare“ (1). Stundum er prósinn þá bein framlenging á undan-
farandi erindi eða ljóðlínu:
Tilveran er sem einn túkall,
túkall sem maður fær.
Eg fékk hann til láns af láni
hjá lítilli stúlku í gær
14 Ég nefni nokkur skáld af handahófi: Lewis Carrol, Jacques Prévert (sem lærði
margt af súrrealistum), Þórarin Eldjárn; þá hefur limruformið laðað að sér leik
af svipuðu tagi.
15 „Um form þessara ljóða skal þess getið að öðru leyti, að þau er velflest orkt í
þeim stíl, sem nefndur er burlesque“ (Halldór Kiljan Laxness 1930: 7). — Að
mínum dómi er sú greining Halldórs hárrétt.
16 Þess má geta að Síríus, stærsta stjarnan í merkinu Stóra hundi (Canis major), er
nefndur hundastjarna en Venus er að sjálfsögðu ástarstjarnan.