Skírnir - 01.09.2011, Page 146
376
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Ég er þú sjálfur:
aflið sem skepur,
skelfir og drepur,
seður og sveltir,
sviftir og veltir.
Og sólkerfin gnata undan hamri vorum.
Faðir vorsins,
þú sem ert í heimsbyltíngunni.
Það er táknrænt fyrir hugsun Halldórs og andlega þróun að ávarpið
„Faðir vor, þú sem ert á himnum" hefur þegar hér er komið sögu
mátt víkja fyrir „Faðir vorsins, þú sem ert í heimsbyltíngunni“. En
auk þess er hér á ferðinni þema sem kemur fyrir víða hjá Halldóri
framan af: Að setja sjálfan sig á svið. Nokkur dæmi þessa:
Einn stend ég einn, / samviskulaus einsog bifreiðaum-
ferð í apríl ... („Nótt á tjarnarbrúnni“).
Nú er ég bráðum orðinn nýr maður: nýkliptur fyrir
mönnum, með nýan hatt sub specie aeternitatis ...
(,,Apríllinn“).
Atlantshafið ég einatt fór / einsog að drekka vatn ...
(„s.s. Montclare“).
Sigli ég enn um Atlantshafið auða, / um Atlantshafið
fagurgræna rauða ... (,,Atlantshafið“).
Andvökufölur fór ég löndin auð / fullur af dauðs manns
hroka, sjúks manns gleði ... („Ontaríó").
Hann sem fór áður vegarvilt í borgum [...] er orðinn
skáld í Hallormsstaðaskóg. („Hallormsstaðaskógur).
Þemað kom fyrir hjá ýmsum skáld samtímans:
How unpleasant to meet Mr. Eliot!20
Ich, Bertolt Brecht, bin aus den schwarzen Wáldern.21
Je légue á l’avenir l’histoire de Guillaume Apollinaire ...22
— og setur mikinn svip á verk Halldórs frá þessu skeiði.
20 Úr „Five-Finger Exercises V“ (Eliot 1936: 147).
21 Úr „Vom armen B.B.“ (Brecht 1981: 261).
22 Úr „Merveille de la guerre“ (Apollinaire 1956: 272).