Skírnir - 01.09.2011, Page 147
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 377
Apríllinn
Ond mín er frjáls einsog útlendur prestur ...
Kvæðið „Apríllinn“ er eitt þeirra kvæða Halldórs sem hann orti í
Reykjavík vorið 1927. Það hét upphaflega „Vorkvæði“ og fjallar
um tildrög ferðar hans til Vesturheims sem þá var í vændum. Mikil
músík er í kvæðinu, og hraði og hljóðfall mjög mismunandi. Það
skiptist í sex kafla og þar af eru tveir og hálfur kafli prósi.
Upphafserindið hljóðar svo:
Dagurinn leingist og djúpin blána,
djúpin sem kalla á þrána.
Vetur líður.
Vertíð lýkur.
Vorið bíður.
Orðfærið er hér á engan hátt torskilið eða óvænt, erindið er inn-
gangur sem staðsetur ljóðið í tíma. En næsta erindi byrjar svo:
Apríllinn fælist sem fleygur hestur
fnasandi í kálgörðum Hörpu.
Önd mín er frjáls einsog útlendur prestur ...
Fleygir hestar finnast í goðheimum, samanber skáldfákinn Pegasos,
og vel má skilja að apríllinn fælist þegar nær dregur vesturferðinni,
en líkingin með frjálsum anda skáldsins og presti — nánar tiltekið
útlendum presti — virðist nokkuð langsótt. En línan er reyndar gott
dæmi um það sem ég minntist á í sambandi við „Nótt á tjarnar-
brúnni“ að stuðlar og rím veita kjörin tækifæri til að bregða á leik
og koma á óvart. Það þarf sérhljóðastuðul á móti ö í önd og rímorð
á móti hestur, og niðurstaðan verður „útlendur prestur“. Þetta er
ekki súrrealismi heldur leikur, og aðferðin er að beita ýmsum áhrifs-
brögðum til að skapa hughrif, fremur en að „gefa einhverja eina
rétta efnislausn“, eins og skáldið komst að orði 1925 í kynningu
með „Únglíngnum í skóginum".
Mikilvægt þema ljóðsins, eins og fleiri ljóða frá þessum tíma, er
reynsla apostatsins, guðsafneitarans; ljóðmælandi er genginn af
trúnni, hann kveður kaþólska kirkju og ástmey sína sömuleiðis (sem