Skírnir - 01.09.2011, Side 149
SKÍRNIR
MANNABORN ERU MERKILEG
379
og vaxa óðum og fara í ferð
full af söknuði og þrá,
við fótatak þeirra fagna ég,
þá finn ég hjarta mitt slá.
(„s.s. Montclare")
Mannhyggja hefur þegar hér er komið sögu yfirhöndina í heims-
skoðun Halldórs eins og fram kemur í hverju ljóðinu á fætur öðru.
Erfiljóð eftir stórskdld, Borodin, Snjógirni
mannsandans draumur, ríki fjöru og flóðs ...
Þriggja ljóða er ógetið enn þeirra sem Halldór orti vorið 1927. Þema
„Erfiljóðs“ virðist enn vera viðskilnaðurinn við kaþólskuna. Til þess
benda að minnsta kosti ýmis atriði í fyrsta erindi en það hljóðar svo:
Hjá marmaranum í myrkraskoti
hér mókir húsvilt barn,
— knapinn að heiman með kross í hendi
kórónulaus í skímu Glerár-eldsins,
mannsandans draumur, ríki fjöru og flóðs,
sem Faraós skuggi í dýrðarsloti kveldsins.
Margt er hér reyndar á huldu en fyrstu línurnar — um hið húsvillta
barn og íslenska knapann kórónulausa með kross í hendi — gætu
vísað til klausturvistar Halldórs og ef til vill þeirrar hugmyndar
hans, sem hann féll svo frá, að gerast kaþólskur prestur. Stórskáldið
sem erfiljóðið er um væri þá hinn kaþólski höfundur Halldór
Kiljan Laxness. Um Glerár-eldinn er óljóst hvert orðið gæti vísað;
vera kynni þó að áin sem um ræðir sé Glerá í Eyjafirði og að
,Glerár-eldur‘ sé þá kenning um rafmagn eða rafljós, en Glerár-
virkjun var fyrst tekin í notkun 1922, ekki löngu sumsé fyrir yrk-
ingartíma kvæðisins. En hvað er „mannsandans draumur, ríki fjöru
og flóðs“ sem er „sem Faraós skuggi“? — Setjum svo að „manns-
andans draumur" sé það að skilja hinstu rök tilverunnar sem svo
eru kölluð, og að sá draumur lúti lögmálum flóðs og fjöru, sé sem
sagt Sísýfosarvinna, en skuggi hins veraldlega Valds (Faraós) hvíli