Skírnir - 01.09.2011, Side 152
382
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Torskilið kenningatorf sem reyna mætti að lesa svo:
ljóðastraumur: skáldskapur
gullmörk: 1) gullskógur; auður, 2) (ft. af gullmark): auður. Gullmarkið (die
Goldmark) var gjaldmiðill þýska keisaradæmisins, og eftir verðbólg-
una miklu í Þýskalandi á fyrrihluta þriðja áratugarins var heitið notað
til aðgreiningar frá pappírsmarkinu (die Papiermark)
græða upp: rækta, skapa
ljóðastraums gullmörk: skáldskaparauður; góðar ræður, eldmessur
með göllum á freraslóð: á hrjóstrugri freraslóð; í ófrjóum jarðvegi
risareið: járnbrautarlest
hverablóð: sjóðandi heitt blóð sem stígur upp úr goshver; blóðug uppreisn
varptól: munnur, tunga (sem varpar fram orðum); gjallarhorn
varptólsmund: hönd sem heldur á gjallarhorni
Það er að segja: Þú sáðir dýrum skáldskap í ófrjóan jarðveg, ferðað-
ist um löndin í járnbraut með gjallarhorn í hendi og skoraðir á fólk
að rísa upp.
I seinna erindinu virðist mega greina gagnrýni á hreinsanir
flokksins: Þessi „sendimann Sovét-stjórnar“ „bítur hvern kalinn
kvist“, hreinsar út hvern þann sem ekki fylgir réttri línu. Eða er
þetta kannski lof um slíkan dugnaðarfork?
Þú bítur hvern kalinn kvist,
þú kemur til Búdapest,
borodin, BORODIN, BORODIN,
þú sendimann Sovét-stjórnar
þú sifjúngur spekimáls,
þú ímynd alþýðufórnar,
— alþýðan dafni frjáls!
BORODIN, BORODIN, borodin
með band um háls.
Lofið virðist að minnsta kosti nokkru háði blandið. Borodin, ímynd
alþýðufórnar sem hefur í frammi spekimál um að alþýðan eigi að fá
að dafna frjáls, er sjálfur bandingi. — Og varðandi leturbreytingar
á nafni Borodins: Leikur að letri í mismunandi stærðum og gerðum
var vinsæll um þetta leyti, meðal annars í róttækum kveðskap. Letur
sem gjallarhorn. Upphaf þess má rekja til fútúristahreyfinganna í
upphafi aldarinnar.