Skírnir - 01.09.2011, Page 154
384
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
Láttu geisa ljóð úr bási,
ljúfa barn í mannlífsskarni!
Spæjari! Varstu sprok að segja?
Sprungu lýs á rauðri tungu?
Glyserín er guðleg læna.
Gling-gling-gló og hver á hróið?
Nybbari sæll og Nói skrubbur!
Nonsens, kaos, bhratar! monsieur!27
Kvæði eins og „Erfiljóð" og „Borodin“, segir skáldið, „eru mönn-
um holl, þegar þeir eru í hrifinni stemníngu, en kæra sig ekki um að
hugsa“! Það er því kannski við hæfi að kalla þau Ijóðþrautir, ortar
sér til gamans og dægrastyttingar fremur en skáldið sé þar að takast
á við verkefni sem það beri mjög fyrir brjósti. Ennfremur að þraut-
irnar hafi lítið skáldskapargildi en hinsvegar þónokkurt skemmti-
gildi, að minnsta kosti fyrir túlkandann. Þær eru leikur, og texta-
skýringar við þær hljóta að taka á sig form einskonar njósnasögu.
Þegar hér var komið sögu í samningu þessarar greinar fór ég að sýna
hana vinum og vandamönnum og leita álits þeirra. Glöggur lesandi
sagði að knapinn í „Erfiljóði eftir stórskáld“ minnti sig á knapann
hjá Einari Benediktssyni í „Fákum“. Ég hafði líka veitt því eftirtekt
en fór nú að kanna málið betur, og ekki bara þetta eina dæmi. Þá
komu undarlegir hlutir í ljós, því fyrsta erindi „Erfiljóðs" saman-
stendur að mestu af glefsum úr tveimur kvæðum Einars í Hrönnum.
Yfirleitt eru rittengslin írónísk, samanber knapana tvo kórónulausu
sem eru eins og svart og hvítt. I „Fákum“ segir með hátignarbrag:
„Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund / kórónulaus á hann ríki
og álfur.“28 Þar er líka segðin „mannsandans draumur í orðsins
hafti“, sem er skáldinu dæmi um háleita orðsins list. I „Tempsá"
byrjar eitt erindið svo: „Hjer mókar einn í myrkraskoti / hjá marm-
aranum — húsvilt barn, / í drauma sinna dýrðarsloti.“ Og aftar í
27 Þórbergur Þórðarson 1975: 91. Ég sleppi skýringum Þórbergs, nema hvað hann
segir að bhratar sé sanskrít og þýði bróðir.
28 Ég skáletra þau orð — um tuttugu talsins — sem kvæðunum eru sameiginleg.