Skírnir - 01.09.2011, Page 155
SKÍRNIR
MANNABORN ERU MERKILEG
385
kvæðinu er talað um „lífsstraum fjöru ogflóðs, / þar Fara’ós skuggi
er sem bendi /[...] til ræningjans — með kross íhendi“P
Erindi Halldórs er sumsé, í aðra röndina að minnsta kosti, skop-
stæling á ljóðstíl Einars og hugarheimi, háum stílnum og draumum
hans um rafvæðingu (ef skilningur minn á ,Glerá‘ er réttur). Það
sést enn betur þegar kvæðin eru lesin í heild. En er kaflinn einskœr
leikur eða flytur hann sjálfstæða merkingu, til að mynda í þá veru
sem ég ýjaði að hér að framan? Eindregið hið síðara að mínum dómi
og knapi Halldórs væri þá írónísk sjálfsmynd, og í samræmi við það
má lesa framhald kvæðisins. Eg læt tillögur mínar um lestur á
þessum þremur kvæðum Halldórs því standa, og tel að sú merking
sem þau hafa til að bera sé að mestu óháð efniviðnum sem önnur
skáld leggja til. Ætíð verður þó að hafa leikinn í huga.
Dæmið er fróðlegt og leiðir hugann að ýmsum álitamálum í
sambandi við lestur og túlkun og merkingu skáldverka: Hvar merk-
ingu sé að finna og hvernig hún verði til, hvort hún búi að öllu leyti
í textanum sjálfum, eða í margvíslegu samhengi hans einnig, eða sé
— að hluta til að minnsta kosti — sköpunarverk lesandans, afurð
lestrarreynslu hans. Efnið er ekki einfalt en hér verður þó haft fyrir
satt að svörin hljóti að vera: Merkingar er að leita í textanum og
hverskyns samhengi hans,30 sögulegum aðstæðum og höfundar-
ætlun þar á meðal, og hún er einnig að nokkru leyti sköpunarverk
lesenda og háð sjónhring þeirra og þar með undirorpin breyting-
31
um.
Ég geng síðan út frá því að seinni erindi „Erfiljóðs" séu einnig í
meginatriðum sjálfsmynd. Þar breytir engu að mínum dómi að þau
eru að mestu sett saman af glefsum úr erfiljóði Guðmundar Frið-
jónssonar (1925: 155-57) eftir Matthías Jochumsson, annað ,stór-
29 Ljóðmælandi í kvæði Einars er staddur á Tempsárbökkum, horfir yfir til Nálar
Kleópötru og sfinxanna tveggja og hugleiðir ýmsa vafasama þætti í sögu breska
heimsveldisins.
30 „Meaning is context-bound, but context is boundless" (Merking markast af sam-
hengi, en samhengi á sér engin mörk) (Culler 2007: 123).
31 Hlutverk lesenda í merkingarsköpun var mikið rætt á síðustu öld en hugsunin er
ekki ný af nálinni og má rekja hana aftur í þýsku rómantíkina. „Der wahre Leser
mufi der erweiterte Autor sein“ (Sannur lesandi verður að gerast skapandi höf-
undur), ritaði Novalis árið 1798.