Skírnir - 01.09.2011, Síða 156
386
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
skáld'; hráefnið er sumsé aðfengið. Halldór stokkar spilin upp á nýtt
og útkoman verður alls ólík. Skoða verður kvæði Guðmundar í
heild til að fá fulla mynd af vinnubrögðum Halldórs en hér eru
helstu glefsurnar (í þeirri röð sem þær koma fyrir hjá Guðmundi):
brosir dátt [og] vegsemd vottar; er tek’r að nátta; venda kvæði [að Sig-
urhæðum]; yglibrýndur; Suð’r í lönd mun sálin venda; spilla kveldum;
söngva-Baldur; [heilagri] frú, er nefnist Trúa; landkönnuður furðustranda;
[velja vængi] vökuorðum hingað norður; [horfinn lýð af sjónarsviði:]
Shakespeares öld á bak við tjöldin; [lék með Poe,] svo grétu [og hlógu]
áhorfendur út’ á ströndu; Mól hann [gull úr möl og gjalli]; [Snild orða
þinna] lýsir eins og logi í gosi; Sængurklæði sín hefir fengið [æskumenni, er
sálu sinni] sólarmegin í lífsins skóla haldið gat; til arinelda [andans manna
í sumarlandi sótti glóð]; Himindís í blæjubrumi brosir [nú]
Kvæðið „Borodin" er aftur á móti ort upp úr lofkvæði um Guð-
mund Friðjónsson, „Skáldið frá Sandi“, eftir Stein Sigurðsson
(1927). Þaðan hefur Halldór þegið eftirfarandi glefsur:
þeysir á risareið; græðir upp [grjót og sand]; [hríðgöll] á freraslóð; [Hann
þarf ekki] varptóls [við, svo víðfleygt er hvert hans orð]; vígfimri [vík-
ings]mund; [brýtur] hvern kalinn kvist; [lávarður] spekimáls; [þú lifir og
vakir] frjáls.
Einna kostulegast er þó að á eftir kvæði Steins í Lesbókinni er ör-
stutt fréttaklausa sem er kvæði hans öldungis óviðkomandi:
Borodin, sendimaður Rússastjórnar, er verið hefir undanfarið austur í Kína,
kom snemma í mars til Budapest, til þess að líta eftir fjelagsskap þar í borg-
inni.
Halldór yrkir sumsé um Borodin þenna, sendimann Rússa, upp úr
kvæði um þingeyskt skáld!
Skáldskaparaðferð Halldórs í kvæðunum þremur bregður
skemmtilegu ljósi á vinnubrögð hans á þessum árum og viðhorf til
íslenskra skáldbræðra sinna. Mér er nær að halda að hún sé einstæð,
örugglega hér á landi að minnsta kosti; það mætti kannski kalla hana
annarrar gráðu búrlesku. Eða afbyggingu avant la lettre ef menn
vilja! Halldór lítur hér á kvæði landa sinna, stórskálda jafnt sem
smáskálda, sem hráefni einvörðungu, efnivið sem hann geti leikið sér