Skírnir - 01.09.2011, Page 157
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 387
að og moðað úr. Hann klippir kvæðin í litla búta, kastar orðum og
setningum upp í loftið og raðar þeim saman aftur þannig að til verða
ný kvæði, alveg nýtt samhengi. Einkum leynir „Erfiljóð eftir stór-
skáld" á sér. Orðin quashed quotatoes í Finnegans Wake lýsa að-
ferðinni vel.32
Hugsanlega má svo — þegar ljóst er orðið hvernig kvæðin eru
unnin — greina vissan afsökunartón í klausunni um „Erfiljóð“ og
„Borodin" í formála Kvœðakvers 1930. Auk orðanna um „dular-
fullt orðaskvaldur“ og að kvæðin séu mönnum holl þegar þeir séu
„í hrifinni stemníngu, en kær[i] sig ekki um að hugsa“ segir Halldór
í formálanum að mörg kvæðin séu „með hermiljóðabrag, enda sum
þeirra beinar hermur, ýmist á eigin kvæðum eða annarra, sum
óbeinar“ [leturbr. hér]. Er þetta ekki dulbúin játning? Aðrar áleitn-
ar spurningar eru hvort hugsanlega megi að nokkru leyti rekja alla
leið til „Erfiljóðs" þá fæð sem margir Suður-Þingeyingar lögðu á
„Kiljan"? Og að minnsta kosti eina rótina að harkalegri gagnrýni
Guðmundar sjálfs í garð Halldórs, til dæmis í fyrirlestri sem hann
flutti um Sjálfstœtt fólk og Ljós heimsins 1937. Þar segir með vísun
í eftirmæli Einars í Undirhlíð eftir Rósu, konu Bjarts í Sumarhúsum
(Halldór Kiljan Laxness 1961: 23. kafli):
Eg hefi lesið hundruð og jafnvel þúsund erfiljóð [...] og aldrei séð svo
lélegan samsetning, eða ósmekklegan. Þetta leirhnoð mun eiga að tákna
erfiljóðagerð alþýðunnar. Sjaldan lœtur sá betur, sem eftir hermir [leturbr.
hér].33
I lok fyrirlestrarins telur Guðmundur upp sjö ástæður þess að hann
sá sig knúinn til að flytja hann. Sú sjötta er: „[Halldóri] er ekkert
málefni heilagt, svo að séð verði.“ — Reyndar höfðu skáldin áður
eldað grátt silfur saman.34
Breskur rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi, Christine
Brooke-Rose, kallaði ýmsar helstu skáldsögur síðustu aldar, svo
32 James Joyce 1976:183. Eins og menn sjá eru fólgin í þessari orðsmíð Joyce bæði
quashed quotations (bældar tilvitnanir) og masbed potatoes (kartöflumauk).
33 Guðmundur Friðjónsson 1937: 22. Fyrirlesturinn var fluttur í Reykjavík og
einnig gefinn út í bæklingi.
34 Gott yfirlit yfir samskipti þeirra er í grein Ulfars Bragasonar (2002: 25-36).