Skírnir - 01.09.2011, Page 161
SKÍRNIR
MANNABORN ERU MERKILEG
391
í dalnum frammi undi eg áður fyr,
við ána greri fífillinn minn bestur.
En brott eg fór, og fjöllin urðu kyr.
Eg fer hér nú sem þúsundáragestur.
Ó Mosfellsheiði ör af óttusöng,
eg ann þér best í fuglakvaki nætur.
Hér eru borin blessuð lömbin svaung
með bláa grön og klaufalega fætur.
Hvað þarf skáld að fara langt að heiman til að sjá lömbin í þessu
fagurfræðilega ljósi, þeirra ,bláu grön og klaufalegu fætur'? Oft
kemur manni í hug grein Halldórs (1956: 54-67) um Jónas Hall-
grímsson, um það hvernig erlend stórborg ól næmi Jónasar á það
sem íslenskt var. Bersýnilega er Halldór öðrum þræði að skrifa þar
um sjálfan sig. Eða er hér kannski komið dæmi um það sem Oscar
Wilde sagði, að sönnu nær væri að lífið hermdi eftir listinni en listin
eftir lífinu?36
Einn kaflinn, ef til vill sá grínaktugasti, fjallar um setningu þings-
ins:
Heimsfræga stund nær pólitíin prúð
puntuð með bláhvítt vísuðu oss í gjána,
þángað sem hnipin hlustar Snorrabúð
á helga ræðu um Jesúkrist og Stjána.
Ég vildi að einhver vísaði oss á búð
sem verslaði með snúss. Þá mundi oss skána.
Tilefni hátíðarinnar var þúsund ára afmæli Alþingis og að sjálfsögðu
var efnt til samkeppni um hátíðaljóð. Eitt kvæði Halldórs í flokkn-
um fjallar um þau og hann er ómyrkur í máli: „Þér semjið leirhnoð,
góðskáld sögu og siðar [...] ljóð yðar er sem hávært garg í hænum
/ og hvergi Mosfellssveit í ljóðum yðar“. Davíð Stefánsson og Einar
Benediktsson hlutu fyrstu verðlaun en Jóhannes úr Kötlum önnur
verðlaun. Frægustu kaflarnir í lofsöng Davíðs eru „Sjá, dagar koma,
36 „Life imitates Art far more than Art imitates Life“ (The Works of Oscar Wilde
1948:931).