Skírnir - 01.09.2011, Page 163
SKÍRNIR MANNABÖRN ERU MERKILEG 393
daður Halldórs á þriðja áratugnum við avantgardisma eða svokall-
aðar framúrstefnubókmenntir bara það: daður“ (Halldór Guð-
mundsson 2004: 372). — Þarna er komið að afar forvitnilegu efni og
mikilvægu. Ég vil setja fram þá kenningu hér undir lokin að kynni
Halldórs af súrrealisma — og af James Joyce skömmu síðar — hafi
haft frjóvgandi áhrif á ritstíl hans til langframa, á viðhorf hans til
tungumálsins, á það hvaða tökum hann tók viðfangsefni sín og að
kynnin af stefnunni hafi aukið enn á innborna hneigð hans til leiks
og ólíkindaláta.37 Nýir möguleikar opnuðust og fólu í sér frelsi
undan gömlum forskriftum, samanber dóm Halldórs sjálfs um
stefnuna í eftirmála Kvæðakvers 1949:
Þó stefna þessi hafi í hreinni mynd sinni verið meira til jórturs en fylla,
nokkurskonar spiritus concentratus, og vandhæf til neyslu óblönduð, þá
hefur hún orðið slíkur snar þáttur og lífsskilyrði nútímabókmenta, að segja
má að þeir höfundar og skáld vorrar kynslóðar sem ekki námu af henni alt
sem numið varð þegar hún kom fram, séu dauðir menn. (Halldór Kiljan
Laxness 1949: 142)
Kjarni málsins er hinsvegar sá að Halldór gekk stefnunni aldrei á
hönd, ,súrrealismi‘ hans var umfram allt leikur, hann gekk á hólm
við hann sem fullvalda höfundur, sem sá ,strong poet‘ sem gagn-
rýnandinn Harold Bloom hefur ekki þreyst á að tala um, lærði af
honum „alt sem numið varð“ en fór að öðru leyti eigin leiðir. Og það
franska ljóðskáld sem hann mat hvað mest var Apollinaire en ekki
hinir eiginlegu súrrealistar.
Þessu skyld er athugasemd Halldórs Guðmundssonar um lestur
Halldórs á nútímabókmenntum í Ameríku: „Daðri hans við fram-
úrstefnubókmenntir lauk með Vefaranum mikla“. Vefarinn hefur
ýmis einkenni daðurbókmennta, satt er það, en ber um leið málgáfu
höfundar fagurt vitni. Daður Vefarans er hinsvegar ekki fyrst og
37 Einkum tel ég líklegt að kynni Halldórs af súrrealískum prósaverkum (Anicet,
Poisson soluble og e.t.v. fleirum) hafi orðið honum drjúgur áhrifavaldur, sbr.
áðurgreind ummæli hans frá janúar 1926 í tengslum við þau verk: „Surrealisminn
opnar nxa heima, áður ógrunaða; hann hefur orðið mér ní endurfæðing, svo að
ég er alt annar maður en ég var.“ — í Skdldatíma (6. kafla) talar Halldór reyndar
um að hann hafi lært mikið af Sinclair Lewis. Mikið má vera ef hann ýkir það ekki
nokkuð.