Skírnir - 01.09.2011, Page 164
394
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
fremst við súrrealismann eða aðra frammúrstefnu heldur við ýmsar
tískuhugmyndir — um snillinginn, kirkju og kaþólsku, konuna og
hjónabandið — sem verið höfðu á kreiki í samtímanum en gátu vart
talist frammúrstefnulegar í bókmenntalegu tilliti. Að vísu má sjá
súrrealísk tilþrif í lok fjórðu bókar Vefarans, einkum köflum 59 til
61, en það má heita undantekning.
Annars er súrrealismi eitt þeirra hugtaka sem hafa orðið fórnar-
lömb vinsælda sinna. Það er farið að nota það um nánast hvaðeina
sem er skrýtið eða afbrigðilegt í mannlífinu, jafnt um skuldir sjáv-
arútvegsins sem torræðar ljóðmyndir. Þar með missir það í raun-
inni alla merkingu. I bókmenntaumfjöllun ætti aldrei að slíta alveg
tenginguna við þá frönsku hreyfingu sem nafninu gegndi í upphafi.
Ljóðin eru birt hér eftir annarri útgáfu Kvadakvers 1949, nema
hvað einni kommu er sleppt. Þar eru þau fullort en sama er ekki að
segja um þau öll í fyrstu útgáfu 1930. — Einari Laxness þakka ég
leyfi til að vitna í tvö bréf föður hans, Halldóri Guðmundssyni fyrir
að benda mér á þá staði, og yfirlesurum mínum fyrir góðar ábend-
ingar.
Heimildir
Apollinaire, Guillaume. 1956. Œuvres poétiques. Paris: Gallimard (Bibliothéque de
la Pléiade).
Aragon, Louis. 1921. Anicet ou le panorama. Paris: Éditions de la NRF. [Bókin er á
Netinu].
Benedikt Hjartarson. 2005. „,prrr — prrr — prrr — ReykjavíkP: Þórbergur Þórðar-
son og púki fútúrismans." Heimur Ijóðsins. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla íslands.
Brecht, Bertolt. 1981. Die Gedichte von Bertolt Brecht in einem Band. Frank-
furt/Main: Suhrkamp Verlag.
Breton, André: 1988 [1924]. Poisson soluble. Œuvres complétes I. Paris: Gallimard
(Bibliothéque de la Pléiade).
Culler, Jonathan. 2007. On Deconstruction: Theory and Criticism after Structural-
ism (25th anniversary edition). Ithaca, NY: Cornell University Press.
Davíð Stefánsson. 1952. Að norðan: Ljóðasafn. Reykjavík: Helgafell.
Eco, Umberto. 1992. Interpretation and Overinterpretation (with Richard Rorty,
Jonathan Culler, Christine Brooke-Rose). Ritstj. Stefan Collini. Cambridge:
Cambridge University Press.