Skírnir - 01.09.2011, Page 171
SKÍRNIR
MARX í BOÐI BANKA
401
myndi leiða til valdatöku sósíalískra vísindamanna og prófessora,
ekki verkalýðsstéttarinnar. Bakúnín benti í því sambandi á hætt-
urnar af stórauknu ríkisvaldi í sæluríki hins marxíska sósíalisma
(Bakúnín 1950). Spásögn hans gekk eftir, fyrstu ráðamenn Sovét-
ríkjanna voru hámenntaðir. Þeir voru heimspekingar á valdastóli
sem þóttust hafa vit fyrir lýðnum.2 Og ekki vantaði að þeir stór-
efldu ríkið með hræðilegum afleiðingum.
En er Marx ekki saklaus af þeirri þróun? Varla, að því hníga
meðal annars eftirfarandi rök: Hann segir í Auðmagninu að svo-
nefnt blætiseðli vörunnar villi mönnum sýn, eðlisskömmin valdi því
að þeir skynji mannleg tengsl sem tengsl hluta. Menn séu ekki
blekktir vísvitandi af neinum, þetta eðli vörunnar hefur þessi áhrif
án vitundar manna, kapítalistarnir séu ekki síður blekktir en verka-
mennirnir. Til að gera langa sögu stutta valdi blætiseðlið því að
menn haldi að verkamenn fái laun í samræmi við vinnuframlag sitt
en sjái ekki að þeir séu arðrændir (Marx 1972b: 43-58).
Til að sjá í gegnum þennan blekkingarvef sem varan spinnur
verði menn að vera hámenntaðir, kunna skil á sértækum kenningum
marxismans. Þótt Marx segi það ekki beinum orðum er erfitt að sjá
annað en að menntamenn verði því að leiða verkalýðinn inn í sælu-
ríki sósíalismans. Er þá ekki hætta á því að menntamennirnir taki
einfaldlega völdin og ríki yfir alþýðunni? Lenín gerði sér mat úr
kenningunni um blætiseðlið í kverinu Hvað berað gera} Kenningin
sýni að verkamenn geti aldrei öðlast meira en fagfélagsvitund, bund-
ist samtökum um að bæta kjör sín o.s.frv. Þeir gætu ekki orðið bylt-
ingarsinnar nema lúta forystu atvinnubyltingarmanna sem kynnu
marxismann upp á sína tíu fingur (Lenín 1976). Er furða þótt at-
vinnubyltingarliðið rússneska hafi einfaldlega tekið völdin og
drottnað yfir verkalýðnum í nafni hans sjálfs? Bakúnín vissi hvað
hann söng þótt hann syngi ekki í sömu tóntegund og ég.3
2 í staðleysu Platóns áttu heimspekingar að stjórna.
3 Tekið skal fram að það sem hér segir um blætiseðli vörunnar, menntamenn o.s.frv.,
er ekki ættað frá Bakúnín. Ekki má skilja þessa rökfærslu svo að ég telji að þró-
unin frá blætiseðlinu til valdatöku hámenntaðra atvinnubyltingarmanna hafi gerst
með einhvers konar nauðsyn. Ég læt mér nægja að segja að þessi þróun hafi tæp-
ast verið hrein tilviljun.