Skírnir - 01.09.2011, Page 175
SKÍRNIR
MARX f BOÐI BANKA
405
annarri með þeim afleiðingum að sósíalisminn yrði aldrei að veru-
leika. Þess utan hafi hann lagt þunga áherslu á að þessi samfélags-
skipan yrði ekki raungerð nema alþýðan ynni markvisst að umbylt-
ingu samfélagsins (Cornforth 1968: 129-163).
Annar andans maður, Huginn Freyr Þorsteinsson (2009: 16),
snuprar Popper fyrir að segja að Marx hafi trúað því að sagan lyti
járnhörðum lögmálum, þessi staðhæfing væri á misskilningi byggð.
En Popper gerði sér grein fyrir því að Marx sló ýmsa varnagla og
virðist á tímabilum hafa efast um sagan væri lögmálsbundin. Popper
skildi líka að Marx var ekki alger efnahagslegur nauðhyggjumaður,
hann gerði ráð fyrir því að yfirbyggingin (menning, hugmyndir,
ríki) gæti haft viss áhrif á hinn efnahagslega grunn.5 Ennfremur
viðurkennir Popper að Marx hafi á stundum efast um að hægt væri
að sjá fram í tímann í krafti þess að þekkja söguleg lögmál. Hann hafi
til dæmis einhverju sinni sagt að valið standi milli sósíalisma og villi-
mennsku6, undirskilið: Söguleg lögmál tryggja ekki sjálfkrafa fram-
gang sósíalismans. Um leið sýni Marx söguhyggju sína með því að
tala eins og hann geti vitað að kostir framtíðarinnar verði aðeins
tveir, sósíalismi eða villimennska.
Að minni hyggju er meginkjarninn í umfjöllun Poppers um
söguhyggju Marx sá að til þess að vera sannur marxisti verði maður
að trúa því að sagan lúti sögulegum lögmálum (Popper 1962b: 142-
143). Trúi maður því ekki getur maður kannski kallast „vinstri-
maður" eða „Marx-innblásinn pælari" en hreint ekki marxisti.
Eg er ekki sammála Popper um þetta. Eg tel að maður geti talist
marxisti svo fremi maður trúi a-f: a) að verkalýðurinn sé arðrændur
í kapítalísku samfélagi; b) að arðrán sé af hinu illa, sósíalisminn og
kommúnisminn af hinu góða; c) að markaðskerfið hljóti að vera
auðvaldskerfi; d) að kapítalisminn beri í sér frjóanga sósíalisma og
kommúnisma; e) að sósíalismi verði eða geti orðið lýðræðisleg sam-
5 í frægri klausu í innganginum að Auðmagninu segir Marx (1972b: 1) að menn geti
stytt fæðingarhríðir hins nýja samfélags sósíalsismans en ekki komið í veg fyrir að
þetta samfélag verði til. Náttúrulögmál sögunnar sjái til þess að sósíalisminn sigri.
Ekki verður þessi hugmynd kölluð annað en „dæmi um nauðhyggju" þótt Marx
gefi vilja manna smáséns.
6 Takið eftir að hér setur Marx í reynd fram skilyrta spásögn, ef skilyrðum X, Y og
Z er fullnægt, þá mun sósíalisminn sigra. Að öðrum kosti verði barbaríið ofan á.