Skírnir - 01.09.2011, Page 176
406
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
stjórn verkalýðsins á framleiðslutækjunum; f) að kommúnisminn
verði eða geti orðið ríkisvalds- og markaðslaust samfélag þar sem
menn stjórna samfélaginu í sameiningu.
Maður getur verið óviss um hvort frjóangarnir muni spíra en
samt verið marxisti. Sem sagt, maður getur talið vissar líkur á því að
sósíalisminn yrði aldrei að veruleika en þrátt fyrir það flokkast með
marxistum. Þannig getur maður verið marxisti án þess að vera nauð-
hyggjumaður, án þess að trúa á járnhörð söguleg lögmál.
Eg ætla ekki að fara nánar út í þessa sálma en spyr: Hvað á að
kalla persónu sem trúir á a-f annað en „marxista“ ? Marx var sjálfur
á móti móralisma og þar með b) en trúði í reynd á b) eins og Popper
bendir á. Ekki þarf að lesa mikið í Avarpinu til að finna klár merki
um siðferðilega afstöðu, t.d. þegar ómennsk meðhöndlun á fátækum
verkamönnum er til umræðu (Marx og Engels 2008: 185).
Maður sem trúir á a-f en ekki á söguhyggjuna er augljóslega
marxisti. Þetta þýðir að söguhyggja er ekki burðarás marxismans
þótt þeir Marx og Engels hafi tvímælalaust haft sterka tilhneigingu
til slíkrar hyggju.
Ég er reyndar sammála Popper um að marxismann sé ekki á
vetur setjandi en beiti ekki alveg sömu rökum fyrir því og hann. I
bók minni Astarspekt segi ég að rökin fyrir arðránskenningunni (lið
a) séu ekki nema miðlungi sannfærandi, m.a. vegna þess að kenn-
ingin er vart prófanleg (Stefán Snævarr 2004: 184-188).7 Popper er
7 Marx taldi að vinnan, auk náttúrunnar, skapaði allan auð, því væri gróðabrall
arðrán. En hvernig má reikna framleiðslu-framlag vinnunnar ? Með því að ákvarða
þjóðfélagslega nauðsynlegt vinnumagn, þ.e. þann fjölda vinnustunda sem fer í að
framleiða tiltekna vöru. Þjóðfélagslega nauðsynlegur vinnutími er meðaltíminn
sem þarf til að framleiða tiltekna vöru með bestu, tiltæku tækni á gefnu tímaskeiði
(Marx 1972b: 3-193; Marx og Engels 2008:183-186).Vandinn er sá að það er ekk-
ert áhlaupaverk að sannreyna þessa kenningu fremur en aðrar hagfræðikenningar.
Ástæðan er m.a. sú að þau hugtök sem Marx beitir eru vægast sagt teygjanleg, ég
hef í huga hugtök eins og „meðaltími", „tiltekin vara“, „besta tiltæka tækni“ og
„gefið tímaskeið". Hvenær byrjar og hvar endar slíkt tímaskeið? Hvaða mæli-
kvarða höfum við á „bestu tiltæku tækni“ ? Hvernig er meðaltíminn reiknaður, er
nóg að deila fjölda vinnustunda með fjölda verkamanna? Eða ber að nota aðrar
gerðir meðaltalsútreikninga, finna til dæmis miðgildi (e. mediari) vinnustunda?
Þessi kenning er ekki prófanleg, allavega ekki í þeirri mynd sem Marx gerði af
henni.