Skírnir - 01.09.2011, Page 177
SKÍRNIR
MARX í BOÐI BANKA
407
reyndar sömu hyggju en gagnstætt mér telur hann arðránskenn-
inguna ekki miðlæga í marxismanum (Popper 1962b: 170-185).
Ekki skal farið nánar út í þá sálma, aðeins sagt að sönnunar-
byrðin sé þeirra sem trúa á arðránskenningu marxismans. Það er
heldur ekki gefið að menn geri rétt í því að trúa á sósíalisma og
kommúnisma, við höfum enga tryggingu fyrir því að þessir „ismar“
séu af hinu góða (sbr. b-lið). Hvað c-lið varðar þá verður ekki séð
að markaðskerfið hljóti leiða til auðvalds, ekki hafa auðmenn, stór-
fyrirtæki eða auðmagnið sjálft völdin í hinum norrænu markaðs-
kerfum. Þess utan var valdi þeirra fremur þröngur stakkur skorin á
jafnaðarskeiðinu vestanhafs (1930-1975).8 Hefði auðvaldið verið
allsráðandi í Bandaríkjum Norður-Ameríku þá hefðu fyrirtæki eins
Apple og Microsoft aldrei orðið svona öflug. Gömul og gróin
tölvufyrirtæki eins og IBM hefðu þá getað komið í veg fyrir að
þessir nýliðar næðu fótfestu á markaðinum. Aukheldur hefði auð-
valdsseggurinn og forsetavinurinn Ken Lay tæpast verið dæmdur
til tukthúsvistar hefði auðmagnið ráðið öllu.
Hins vegar getur markaðskerfið hæglega orðið eins konar auð-
valdskerfi eins og Islendingar nútímans ættu að vita öðrum betur. I dag
hefur hið ameríska markaðskerfi mörg einkenni auðvaldskerfis,
Simon Johnson (2009) talar um þögla valdatöku stórfyrirtækja vest-
anhafs og víða annars staðar. Hinn aukni tekjumunur hefur valdið því
að félagslegur hreyfanleiki þar vestra hefur minnkað, nú er auðveld-
ara fyrir lágstéttafólk í velferðarríkjunum að komast áfram en í Banda-
ríkjunum (sjá t.d. Cawhill og Morton 2008).9 Þetta þýðir einfaldlega
að Bandaríkin eru orðin stéttskiptari en áður, vald auðstéttanna hefur
aukist. Því er sannleikskjarni í gagnrýni þeirra Marx og Engels á kapít-
alismann þótt þeir hafi gengið helst til langt í að fordæma þetta kerfi.
Hvað d-lið varðar þá töldu þeir félagar að síaukin samþjöppun
auðmagns í markaðskerfinu væri merki um að kerfið væri „þungað“
af sósíalisma, hefði í sér hneigð til sameignar á framleiðslutækj-
unum. Ennfremur drægi hægt og sígandi úr mikilvægi einstakra eig-
8 Um það skeið fjalla ég víða í Kreddukveri mínu, sjá t.d. Stefán Snævarr 2011: 84-
85 og 312.
9 Ég skrifa öllu ítarlegar um versnandi kjör bandarískrar alþýðu í Kreddukveri
mínu, sjá Stefán Snævarr 2011: 84-89 og víðar.