Skírnir - 01.09.2011, Page 178
408
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
enda og frumkvöðla, hið félagslega eðli framleiðslunnar yrði æ
skýrara. Mótsögn væri milli félagslegs eðlis framleiðslunnar og
einkaeignar á framleiðslutækjunum, þá mótsögn væri bara hægt að
leysa með sameign á framleiðslutækjunum, með sósíalisma (sjá t.d.
Engels 1970: 372).
En ekki verður séð að frumkvöðlar eða einstaka stórkapítalistar
hafi glatað mikilvægi sínu í efnahagslífinu, og nægir að nefna menn
eins og Warren Buffet, George Soros, Steve Jobs og Billy Gates.
Það þótt flest bendi til þess að samþjöppun auðmagns hafi aukist á
síðustu áratugum. T.d. segir breski hagfræðingurinn Noreena Hertz
(2001) að nú séu fimmtíu og ein af hundrað stærstu efnahagsein-
ingum heimsins einkafyrirtæki. En þetta er umdeilt eins og annað,
frjálshyggjumaðurinn Jan Arild Snoen (2004: 107-108) telur að
Hertz hafi reiknað rangt, ofmetið stærð stórfyrirtækjanna. Það er
heldur ekki öruggt að samþjöppun auðmagns sé meiri nú en um
aldamótin 1900. Þá hafði Standard Oil algera einokun í olíubrans-
anum ameríska og víðar um lönd. Fyrirtækið framleiddi 90% af
þeirri olíu sem Bandarikjamenn notuðu (skv. t.d. Reed 1980).
Ekki er víst að núverandi samþjöppunarþróun haldi áfram og
því ekki gefið að kapítalisminn hafi innbyggða hneigð til stöðugt
aukinnar samþjöppunar auðmagns.10 I ljósi þessa er alls ekki öruggt
að í kapítalismanum megi finna margnefndan frjóanga.
Lítum þá á e-lið og f-lið. Marx og Engels töldu að ríkisvaldið
væri fyrst og fremst kúgunartæki yfirstétta, sósíalisminn yrði valda-
tæki verkalýðsstétta en hagsmunir hennar væru hagsmunir alls
mannkyns. Því myndi hið sósíalíska ríkisvald leysast smám saman
upp af sjálfu sér og við tæki samfélag, ríkis- og stéttlaus kommún-
ismi (sjá t.d. Engels 1970: 351-451).
En höfum við nokkra tryggingu fyrir því að hið altæka sósíalíska
ríkisvald muni leysast upp af sjálfu sér? Er ekki fremur líklegt að
það muni festast í sessi?
Auk þess má þykja skrítið að telja einokun hagvalds forsendu
þess að ríkisvaldið leysist upp í kommúnismanum. Eru ekki meiri
10 I títtnefndu Kreddukveri (Stefán Snævarr2011: 77-78) velti ég því fyrir mér hvort
markaðskerfið hafi jafnt miðflótta- sem miðsóknarhneigð, þ.e. bæði tilhneigingu
til að dreifa auði og þjappa honum saman.