Skírnir - 01.09.2011, Page 179
SKÍRNIR
MARX I BOÐI BANKA
409
líkur á því að það festist í sessi? Jafnvel þótt ríkisvaldið væri
þrællýðræðislegt gæti meirihlutinn kúgað minnihlutann, beitt hag-
valdinu til að svelta hann í hel (skv. t.d. Hayek 1980).
Eins og áður segir trúði Marx því að ríkisvaldið væri fyrst og
fremst stéttarvald, í sósíalismanum myndu stéttirnar hverfa, ríkis-
valdið myndi hverfa fyrir vikið. Það er vissulega rétt að ríkið þjónar
stundum hagsmunum stétta, íslenska ríkið var að miklu leyti í vasa
útrásarauðjöfra um nokkurt skeið. En ég sé enga ástæðu til að trúa
því að ríkisvaldið hljóti að vera stéttarlegs eðlis. Það getur fullt eins
orðið sjálfstæð höfuðskepna. Ætla má að stjórnmálamenn og skrif-
ráðungar hafi oft hag og getu til að gera ríkið að slíkri skepnu. Þeir
sem stjórna ríkinu þurfa ekki endilega að lúta öðrum, þeir stjórna her
og lögreglu og geta sigað þeim á hvaða stéttir sem vera skal. Þess
utan getur ríkisvaldið jafnvel í hreinræktuðu stéttasamfélagi gegnt
ýmsum öðrum hlutverkum en þeim að ýta undir rassinn á ríkjandi
stétt, verndað t.d. þegnana gegn innrásarherjum og morðhundum
(sjá nánar Stefán Snævarr 2011: 219-222).
Gagnrýni Poppers á byltingarhyggju marxismans hittir líka í
mark, altæk bylting býður hættunni heim. Líkurnar á stórfelldum
ófyrirséðum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum altækrar byltingar
eru miklar. Magn þessara afleiðinga gæti orðið slíkt að tilraunir
byltingarmanna misheppnuðust (Popper 1962b: 135-165). Tökum
hinn altæka áætlunarbúskap kommúnista sem dæmi: Sovétríkin
lögðu allt kapp á að nota Aralvatnið til að vökva bómullarekrur í
hinni sovésku Miðasíu, þetta voru stórfelldar framkvæmdir. En
hinar ófyrirséðu afleiðingar voru að vatnið þurrkaðist nánast upp
með skelfilegum afleiðingum fyrir fólkið sem bjó við strendur
þess.11 Smátækari framkvæmdir hefðu vart haft svo róttækar af-
leiðingar. Bylting er stórfelld framkvæmd og hættan sú að hinar
ófyrirséðu afleiðingar af byltingarbröltinu verði að a.m.k. jafn skað-
vænlegar og uppþurrkun Aralvatnsins.12
11 Sjá t.d. „The History of the Aral Sea“, sjá vefslóð í heimildaskrá.
12 Markaðsvæðing strax í gær eins og Milton Friedman boðaði er sama markinu
brennd, stórfelld framkvæmd sem getur haft slæmar, ófyrirséðar afleiðingar.
Rússar og Nýsjálendingar urðu fyrir barðinu á þeim ófyrirséðu afleiðingum; sjá
Stefán Snævarr 2011: 28 og 79-82.