Skírnir - 01.09.2011, Page 182
412
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
marxismanum hafi verið möguleg og réttlætanleg þótt aðrar túlkanir
væru jafnréttháar henni.
Kolakowski rekur einingarhyggjuna til eins af meginstefjum
marxismans, rómantíska stefsins. Rómantíkusa hafi dreymt um líf-
rænt samfélag þar sem firring og annar ósómi hyrfi, einstaklingarnir
mynduðu eina heild rétt eins og lifandi vera. Þetta stef tengdist
hinum tveimur stefjum marxismans en þau væru hið prómeþeifs-
fástíska stef og skynsemis-nauðhyggjustefið. Síðastnefnda stefið
rekur Kolakowski til upplýsingaraldar, en hann hefði fullt eins
getað kallað það „vísindahyggjustefið“. Stefið sem kennt er við
Prómeþeif og Fást segir hann vera manngyðisstef. Marx hafi nánast
dýrkað mannskepnuna, trúað á hæfni mannsins til að endurskapa
sjálfan sig í æ fullkomnari myndum, rísa gegn kúgun, brjóta af sér
alla hlekki, rétt eins og Prómeþeifur og Fást (Kolakowski 2005:
335-344).
Heimspekingur, sem gegndi því makalausa nafni Marx Wartofsky,
maldaði í móinn. Hann sagði að Kolakowski talaði annars vegar
eins og til væru túlkanir á kenningum Marx sem ekki hefðu alræðis-
þátt, hins vegar eins og alræðistúlkunin leiddi röklega af kenningum
hans. Wartofsky neitar ekki að finna megi varhugaverða þætti í
hugsun Marx en efast um að þessir þættir séu meginatriðið í kenn-
ingum hans (Wartofsky 1981: 288-306).
Það kann vel að vera rétt en meira er um vert að svara spurn-
ingunni „hvernig er hægt að sanna að tiltekin kenning, sem a.m.k.
á yfirborðinu er andsnúin kúgun, hafi í reynd alræðisafleiðingar?"
Tökum fjöldaslátranir Stalíns. Er víst að þær hafi orsakast af sögu-
hyggju? Trúði Stalín á nokkuð annað en mátt sinn og megin? Get-
um við verið viss um að fjöldamorð hans eigi sér aðrar rætur en
valdagirni hans og ofsóknarbrjálæði?
I frægri ævisögu Maó Zedongs segja þau Jon Hallyday og Jung
Chang (2005) að hann hafi lítið sem ekkert lesið í fræðum marx-
ismans. Sé það rétt má velta fyrir sér hvort hægt sé að lýsa vígi þeirra
milljóna sem Maó drap á hendur þeim Marx og Engels.
Kannski var vandinn sá að kommúnistar skrumskældu kenn-
ingar Marx. Norman Levine telur að Engels hafi skrumskælt kenn-
ingarnar með stjórnlyndum hætti enda nauðhyggjumaður, gagn-