Skírnir - 01.09.2011, Page 183
SKÍRNIR
MARX í BOÐI BANKA
413
stætt Marx. Róttækir byltingarmenn hafi látið blekkjast af sírenu-
söng Engels, talið hann syngja marxíska melódíu (Levine 1975).
Popper leggur með réttu þunga áherslu á að við getum ekki
sannað empirískar kenningar með öruggri vissu. En honum yfirsést
að það þýðir að við getum við ekki sannað með öruggri vissu hvort
söguhyggja Marx eða aðrar kenningar hans hafi orsakað hamfarir
kommúnismans. Við getum heldur ekki vitað með vissu hvort Marx
hafi óafvitandi lagt alræðissinnum vopn í hendur, kenningu sem
nota má til að réttlæta óhæfuverk alræðissinna. Auk þess má velta
því fyrir sér hvort kenningar geti yfirleitt orsakað þjóðfélagsbreyt-
ingar, einar og óstuddar. Einnig má spyrja hvort ekki sé hægt að
misnota svo að segja hvaða samfélagskenningu sem vera skal.
Tökum sem dæmi kenningar frjálshyggjumanna á borð við Fried-
rich von Hayek. Hinn morðóði Anders Behring Breivik (2011)
vitnar grimmt í Hayek og segist vera fylgjandi frjálsum markaði.
Þýðir það að Hayek og aðrir frjálshyggjumenn beri ábyrgð á fjölda-
morðum Breiviks? Er það ekki ansi langsótt?
Forskriftarrökin
Samt held ég að það sé alræðisþáttur í marxismanum en vil rök-
styðja þá staðhæfingu ögn öðruvísi en þeir Popper og Kolakowski.
Rökfærslur þeirra eru á köflum helst til sértækar, sérstaklega í til-
raunum þeirra til að gera söguhyggju annars vegar, einingarhyggju
hins vegar, að alræðisþáttum marxismans. Ég held að rökstyðja
megi staðhæfinguna um alræðisþátt í marxismanum með öllu hand-
fastari hætti. Að minni hyggju má örugglega finna alræðisþátt í
tvennum forskriftum sem þeir félagar gáfu, annars vegar því sem ég
nefni „byltingar-forskriftir", hins vegar „þjóðnýtingar-forskriftir"
(köllum rök mín ,,forskriftarrökin“). Þær er að finna í tveimur
ávörpum, þær síðarnefndu í Kommúnistaávarpinu, þær fyrrnefndu
í „Ávarpi miðstjórnar til Kommúnistabandalagsins", köllum það
„Bandalagsávarpiö“ (Marx og Engels 1850).16
16 Ég uppgötvaði tilveru þessa makalausa ávarps er ég las bók Johns Gray, Black
Mass. Gray fordæmir jafnt marxisma sem frjálshyggju, telur báðar stefnur vera
að langfeðgatali ættaðar frá trúarbrögðum en séu beint og milliliðalaust afsprengi