Skírnir - 01.09.2011, Page 185
SKÍRNIR
MARX í BOÐI BANKA
415
Spyrja má hvort slíkar kosningar hefðu orðið frjálsar. Hefðu
ekki „lýðræðisöflin" hreinlega tekið sér einræðisvald, ekki bara yfir
„afturhaldinu" heldur líka almúganum?
I byltingu þessari verði verkamenn að gera bandalag við borg-
aralega lýðræðissinna sem sitja muni í ríkisstjórn byltingarmanna.
En um leið beri að mynda skuggastjórn verkamannaráða sem sé
tilbúin til að skáka ríkisstjórninni, segja þeir Marx og Engels í
Bandalagsávarpinu.
Kommúnistar voru venjulega miklir bókstafstrúarmenn, trúðu
öllu sem þeir Marx og Engels sögðu. Engu er líkara en að hinir
kommúnísku byltingarforingjar hafi lesið „Bandalagsávarpið“ upp
til agna og farið samviskusamlega eftir byltingar-forskriftunum. Til
dæmis komu bolsévíkar í Rússlandi á skuggastjórn verkamannaráða
og ráku lýðræðislega kjörið þing heim í janúar 1918 (sjá t.d. Deut-
scher 1970: 372-373).
Nú er röðin komin að þjóðnýtingarforskriftunum. Beinum sjón-
um okkar að tveimur síðum í Kommúnistaávarpinu, blaðsíðunum
205 og 206. Á síðari síðunni að í sósíalísku og kommúnísku sam-
félagi framtíðarinnar verði frjáls þróun einstaklingsins forsenda
frjálsrar þróunar heildarinnar. Á fyrri síðunni gefur að líta lista yfir
þær ráðstafanir sem gera verði eftir byltingu til að koma á sósíal-
isma í þróuðum ríkjum. Barnauppeldi verði í höndum hins opin-
bera og uppeldið samræmt framleiðslustörfunum. Miðstýringu (þ.
Zentralisation) verði að efla mjög, koma eigi á þjóðbanka sem hafi
einokun á lánastarfsemi, flutningakerfið skuli sameinað í höndum
ríkisins. Koma verði á jafnri vinnuskyldu, réttara sagt vinnuþvingun
(þ. Arbeitszwang) fyrir alla, setja verði á laggirnar iðnaðarheri, sér-
staklega í landbúnaðinum. Verksmiðjum verði fjölgað og land rækt-
að eftir sameiginlegri áætlun (Marx og Engels 2008: 205-206).17
Eg spyr: Hver á að stjórna iðnaðarherjunum og sjá til þess að
menn svíkist ekki undan vinnu-„skyldunni“? Hver á að ráða því
17 „Gleicher Arbeitszwang fur alle, Errichtung industrieller Armeen besonders fiir
den Ackerbau" (Marx 1969: 70). Sverrir þýðir „Arbeitszwang" sem „vinnu-
skyldu“ en það er villandi, „vinnuskylda" á þýsku er „Arbeitspflicht" (Marx og
Engels 2008: 205). Kannski voru pólitískar ástæður fyrir þessari misþýðingu,
kannski vildi Sverrir sýna þá Marx og Engels í sem bestu ljósi.