Skírnir - 01.09.2011, Síða 195
SKÍRNIR
GUÐIR OG GIRND
425
I þetta Ijóð vitna ég í Blóðhófni en þarna var ég strax farin að velta
því fyrir mér hvernig það hefði verið að standa í sporum Gerðar
þegar Skírnir birtist í jötunheimum og krefst þess að hún komi með
honum til ásheima. I ljóðinu langar Gerði til að berjast gegn honum
en eins og þar segir fleygar galdurinn úr henni. Hún er borin of-
urliði. Hún sér spegilmynd sína í sverðinu, sem Skírnir fær fyrir
sendiförina, og veit að baráttan er töpuð. Hún flyst heima á milli
hvort sem henni líkar betur eða verr.
Á milli ísfréttar og Blóðhófnis liðu sextán ár og jafnmargar
bækur en alltaf voru Skírnismál með mér. Þegar ég hélt upp á það
að hafa skilað handritinu að fyrstu skáldsögunni minni, Regnboga
ípóstinum, til útgefanda fékk ég mér tattú. Eg valdi mér sverð Freys
á hægri kálfa. Síðan hef ég gengið vopnuð. Goðafræðin og Islend-
ingasögurnar eru oft nálæg í verkum mínum. I skáldsögunni Mörtu
smörtu sem kom út haustið 2002 þarf aðalpersónan að vinna skóla-
verkefni sem felst í því að taka ljósmyndir af bekkjarfélögum sínum
og kennurum sem bera sömu nöfn og goðin. Marta smarta smellir
myndum af Iðunni, Freyju, Þór, Óðni, Frey og Sif. Síðan er móðir
Mörtu að semja MA-ritgerð um samband feðginanna Egils Skalla-
grímssonar og Þorgerðar.
I ljóðunum mínum birtist Hallgerður í allri sinni þögn, hlýðni
drengurinn hún Bergþóra og þau Egill og Þorgerður sem hann hlýtur
að hafa skuldað ljóð fyrir lífgjöfina. Síðan á ég titilsöguna í smásagna-
safninu Heil brú sem kom út árið 2006 þar sem ég sá fyrir mér hvernig
fyrsti vinnudagur drengsins Heimdalls hefði verið. Þar fær hann níu
lýsisskeiðar og nífalt nesti, enda svo ríkur að eiga níu mömmur.
Það er alltaf líf og fjör í goðheimum. Örlaganornir spinna þræði
sína, Iðunn deilir út eplunum, Þrymur stelur hamri Þórs og hann
nær honum ekki aftur fyrr en hann hefur dulbúist sem kona og ein-
feldningurinn hann Höður lætur mana sig til að skjóta mistiltein-
inum að Baldri með hörmulegum afleiðingum. Þegar svo mikill
atburður verður er Loki aldrei langt undan. Hann getur breytt sér
til dæmis í lax en líka hross og eignast Fenrisúlf, Miðgarðsorm og
Hel með jötunmeynni Angurboðu.
Þessi „ódæli vandræðaás“, eins og Sigurður Nordal kallar Loka,
er einn af uppáhaldskörlunum mínum í goðheimum. Alltaf tekst