Skírnir - 01.09.2011, Side 196
426
GERÐUR KRISTNÝ
SKÍRNIR
honum að hleypa öllu í uppnám en síðan yrkir hann líka eitt glæsi-
legasta kvæði sem finnst á íslenskri tungu — þó reyndar ekki fyrr
en hann hefur breytt sér í konu, gamla konu. Hana Þökk sem kveðst
gráta Baldur þurrum tárum og biður Hel að halda því er hefur.
Samskipti jötna og guða eru margofin og flókin. Þótt botnlaus
ógn stafi af þeim koma tengdamæðgurnar Skaði og Gerður samt úr
jötunheimum. Mörg goðin rekja líka ættir sínar til jötna, svo sem
sjálfur Óðinn, og Loki, faðir úlfs, orms og Heljar, er sonur jötuns.
Gymir, faðir Gerðar sem sagt er frá í Skírnismálum, er jötunn og
sömuleiðis móðir hennar, Aurboða. Freyr er sonur Njarðar, sem er
vani, en móðir hans, Skaði, er — eins og fyrr segir — jötnaættar og
því algjörlega eðlilegt að hann sé sjálfur ekki afhuga slíkri konu. Og
hvað er vaninn Njörður að gera í ásheimum? Jú, það var skipt á
honum og ás — bara eins og í veiðimanni. Satt best að segja fékk
Skaði að velja sér einn af ásunum í sárabætur eftir föður sinn sem
hafði verið drepinn. Hún valdi Njörð því að hún hélt að þetta væri
Baldur. Það munar líka mjóu að skipt sé á sjálfri Freyju, Sól og
Mána fyrir einn grjótvegg. Þetta er heimur þar sem verur ganga
kaupum og sölum og þá er líf ekki mikils metið.
I goðheimum eignast jötnar, menn og vanir líka afkvæmi hver
með öðrum. Þótt þeir gjaldi yfirleitt varhug hver við öðrum stöðvar
þá nefnilega fátt þegar girndin grípur þá. Skírnismál er einmitt saga
um girnd. Kvæðið hefst á stól en líka iðjuleysi því eins og hljóm-
sveitin The Smiths söng í ungdæmi mínu: „The devil will find work
for idle hands to do.“ Og í Skírnismálum segir frá því þegar frjó-
semisguðinn Freyr er á vappi um ásheima. Hann rambar fram á stól
Óðins, Hliðskjálf, og fær sér sæti. Um leið og sessan tekur við þung-
anum hefst ógæfa Freys sem á eftir að enda á dauða hans. I Snorra-
Eddu er sagt frá þessum atburði á eftirfarandi hátt: „Og svo hefndi
honum það mikla mikillæti er hann hafði sest í það helga sæti að
hann gekk í braut fullur af harmi.“
Það er samt skiljanlega freistandi að fá sér sæti í Hliðskjálf því að
hún virkar eins og Google Earth. Þaðan sést um heima alla. Þar sem
Freyr situr og virðir fyrir sér alla dýrðina sem við honum blasir
kemur hann auga á Gerði Gymisdóttur sem býr í jötunheimum.
Honum finnst hún svo fögur að honum virðist sem lófar hennar