Skírnir - 01.09.2011, Page 198
428
GERÐUR KRISTNÝ
SKÍRNIR
Dagr reið Drösli
en Dvalinn Móðni,
Hjálmr Háfeta
en Haki Fáki,
reið bani Belja
Blóðughófa
en Skævaði
skati Haddingja,
Bani Belja er Freyr en Belji þessi er jötunn sem Freyr drepur með
hjartarhorni. Hesturinn er í þulunni nefndur Blóðughófi og breytti
ég nafninu í Blóðhófni. Það hljómar betur og í verkinu mínu fær
Skírnir ekki bara sverðið heldur líka sjálfan Blóðhófni. Og þetta er
gott hross. Skírnir hefur kompaní af því. Sömu hættur steðja að
Skírni og Blóðhófni og það er gott að vera ekki einn. Þess vegna
spjallar Skírnir við hrossið á leiðinni og segir við Blóðhófni:
Myrkt er úti,
mál kveð eg okkur fara
úrig fjöll yfir,
þursa þjóð yfir.
Báðir við komumst,
eða okkur báða tekur
sá inn ámáttki jötunn.
Þeir deila örlögum, drengurinn og hrossið, eins og til siðs var á vík-
ingatíma, ekki síst hér á landi. Fram kemur í bókinni Kuml og
haugfé eftir Kristján Eldjárn að algengt var í heiðnum sið að Is-
lendingar heygðu hross með látnum mönnum. Við gerðum mest af
því af öllum Norðurlandaþjóðum og var þá alltaf um að ræða hesta,
ekki merar. Liggja þeir oftast til fóta hinum látna eða hinni látnu. Og
það merkilega er að íslendingar heygðu konur líka með hrossum
sér til fylgdar, líkt og Norðmenn, en slíkt var sjaldgæft í Svíþjóð og
enn fátíðara í Danmörku.
„Ámáttki“ jötunninn sem Skírnir minnist á í erindinu er Gymir,
faðir Gerðar, en af honum stendur mikil ógn þótt hann birtist aldrei.
í Skírnismálum eru það bara karlmennirnir sem vekja ugg. Skaða
líst ekki á „ofreiði" sonar síns, Skírnir óttast Gymi og hótar Gerði