Skírnir - 01.09.2011, Page 200
430
GERÐUR KRISTNÝ
SKÍRNIR
Að undursjónum þú verðir,
er þú út kemur,
á þig Hrímnir hari,
á þig hotvetna stari,
víðkunnari þú verðir
en vörður með goðum,
gapi þú grindum frá.
Hugmyndaauðgi Skírnis eru fá takmörk sett þegar kemur að hót-
unum. Gerður á að missa alla matarlyst og verða öðrum að athlægi.
Síðan tekur við særingakafli galdraþulunnar þar sem kallaðar eru til
allar vættir goðheima til að magna galdur sem bannar Gerði að
skemmta sér og jafnvel að njóta ásta. Skírnir klykkir út með því að
hóta að rista galdrastafina þurs, ergi, æði og óþola. I þurs býr ofur-
kraftur, ergi er samkynhneigðin en æði og óþol er hægt að túlka
sem kynþörf þegar samhengið er haft í huga. Hugsast getur að hér
sé verið að hóta Gerði ægilegri ástarfýsn — sem er örugglega alveg
agalegt en það sem mér fannst þess virði að nota í bálkinn minn er
hótunin um að hún horfi heljar til. Eg treysti nefnilega Gerði til að
skera ástarfýsnina niður við trog og taka í nefið og aldrei að vita
nema jötunmeyju finnist þríhöfða þurs bara frýnilegur. Hins vegar
hafa margir gefist upp fyrir þunglyndinu sem felst í því að horfa alltaf
heljar til. Jafnvel kjarkaðar jötunmeyjar hætta sér ekki til þess.
Það er merkilegt hvað fræðimenn fyrri tíma hafa talið Skírnismál
rómantískt ástarljóð og að hótanir um hýðingar með svipu skuli
ekki hafa komið þeim í skilning um annað. En hvað veit ég, óbreytt
skáldið, um rómantíkina sem kraumar í íslensku fræðasamfélagi?
Gerður Gymisdóttir lofar að koma að níu nóttum liðnum og til-
kynnir Skírnir húsbónda sínum það. I síðasta erindi Skírnismála
kvartar Freyr yfir því að þurfa að bíða svo lengi.
Landamæragæslan í ljóðheimi mínum hefur jafnan verið ströng.
Hefði Skírnir fengið þvottavél og þurrkara hefði ég aldrei ort
Blóðhófni. En syngjandi sverð, fljúgandi hross og kvenfólk sem er
svo fagurt að lófar þess lýsa er svo sannarlega boðið velkomið og fær
landvistarleyfi eins og hendi sé veifað — jafnvel glóandi hendi.
Eg byrjaði að yrkja Blóðhófni í lok september 2008 í Stokk-
hólmi. Efst á Drottningargötunni er hús ætlað rithöfundum og