Skírnir - 01.09.2011, Side 203
SKÍRNIR
GUÐIR OG GIRND
433
Að minnsta kosti blessaði Hann mig og í upphafi árs 2009 fékk
ég slurk af Suttungamiðinum sem Listamannalaunin bjóða upp á og
gat þar með einbeitt mér að Blóðhófni. Bókin var því unnin á annan
hátt en mínar fyrri ljóðabækur, þrjár að tölu. Þær hafði ég ort
meðfram öðrum störfum, oft á kvöldin, en að þessu sinni lét ég það
eftir mér að ýta öðrum verkum til hliðar.
Mánuðum saman vaknaði ég til þessarar bókar og vann að henni,
enda er þar sögð samfelld saga og mikilvægt að missa ekki þráðinn.
Eg keypti mér stóra teikniblokk og skrifaði ljóðin í hana til að fá
góða yfirsýn yfir það sem komið var. Þetta var hamingjutími. Ég
las fræðigreinar eftir Terry Gunnell sem hefur skrifað nokkuð um
Skírnismál og skoðaði mögnuð norræn málverk af sveitum sem áttu
vel við yrkisefnið. Svo gat ég alltaf gluggað í skemmtiritið Horfna
góðhesta eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp til að auka mér innblástur.
Þar hnaut ég um texta eins og til dæmis þennan um gæðinginn Ljót:
Brúnasvipur Ljóts var mikill og skörulegur. Augnabragð og svipmót lýsti
vitsmunum og þreklund, en ekki glaðværð. Mörgum fannst Ljótur hrika-
legur og ófríður hestur. Eftir þeirri lýsingu af útliti hans, sem hér er skráð
og ekki mun vera fjarri sanni, virðist hann ekki hafa verið ljótur, en þó ekki
heldur fallegur. En til þess að jafna allar deilur um útlit hans mætti segja, að
hann hefði verið fallega ljótur {Horfnir góðhestar II, bls. 232).
Og lokaorðin í kaflanum um hann Ljót eru ekki síður fögur hjá Ás-
geiri Jónssyni:
Ljótur er heygður í túninu á Gautlöndum. Frá legstað hans heyrast, einkum
á mánabjörtum síðkvöldum, hljómkviður, sem túlka táknræna líkingu af
því, þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði eftir glærum ís (bls. 233).
Fallegt? Heldur betur!
Horfnir góðhestar skemmtu mér meðan ég var að semja Blóð-
hófni, gáfu mér orð og orð en fáum þeirra var þó haldið í loka-
handritinu. Hlutverk mitt var líka fyrst og fremst að skálda.
Höfundur Skírnismála skildi eftir fyrir mig nokkrar mikilvægar
spurningar. Gerður Gymisdóttir segir Skírni að hún ætli að koma
til Ásheima eftir níu nætur. Hvað gerir hún þessar níu nætur? Ég
ákvað að draga fram persónu sem hvergi er minnst á í Skírnismálum,