Skírnir - 01.09.2011, Side 207
HÖFUNDAR EFNIS
Gerður Kristný, f. 1970, er rithöfundur og skáld. Hún hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2010 fyrir ljóðabókina
Blóðhófni.
Guðmundur J. Guðmundsson, f. 1954, cand. mag., er framhalds-
skólakennari í Reykjavík.
Guðrún Kvaran, f. 1943, dr. phil, er prófessor við Háskóla íslands
og stofustjóri orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum.
Kristín Loftsdóttir, f. 1968, er doktor í mannfræði frá Arizona
háskóla í Bandaríkjunum og prófessor í mannfræði við Félags- og
mannvísindadeild Háskóla Islands.
Páll Skúlason, f. 1945, er prófessor í heimspeki og fyrrverandi rektor
Háskóla Islands.
Stefán Snævarr, f. 1953, er prófessor í heimspeki við Lillehammer-
háskóla. Hann tók doktorspróf í heimspeki við Björgvinjarháskóla
árið 1998. Nýjasta bók hans er Kredda í kreppu. Frjálshyggjan og
móteitrið við henni, 2011.
Svanur Kristjánsson, f. 1947, er með BA-próf frá Macalester College
og doktorspróf frá Illinois-háskóla. Hann er prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Islands.
Tryggvi M. Baldvinsson, f. 1965, lærði tónsmíðar við tónfræðadeild
Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk framhaldsprófi í tónfræðum og
tónsmíðum frá Vínarborg. Hann starfar nú sem deildarstjóri tón-
fræðagreina við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðjúnkt við tón-
listardeild LHI ásamt því að sinna tónsmíðum.
Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1938, er bókmenntafræðingur og þýð-
andi.