Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2018, Side 16

Ægir - 01.10.2018, Side 16
16 Nemendur í sjávarútvegfræði við Háskólann á Akureyri í vettvangsheimsókn í fiskiskipi. Ljósmynd Hörður Sævaldsson. vel sú grunnmenntun sem þeir hafa að baki úr náminu,“ segir Hreiðar Þór. Fyrsti sjávarútvegsfræðingurinn árið 1933 Háskólamenntun í sjávarútvegsfræðum er þó hreint ekki ný af nálinni. Líklega hófst nám af þessu tagi fyrst árið 1927 í Halifax í Kanada og útskrifaðist Íslend- ingur strax úr því námi árið 1933. Hreið- ar Þór segir að eftir því sem háskólar í nágrannalöndunum hafi farið að bæta sjávarútvegsfræðitengdu námi við námsframboð sitt hafi umræða um menntun á þessu sviði aukist hér heima og fleiri nemendur farið utan. „Með tilkomu Sjávarútvegsháskólans í Tromsö í Noregi um 1970 má segja að þetta hafi farið verulega á flug og þang- að fór umtalsverður hópur Íslendinga til náms. Oft var rætt að það þyrfti að koma slíku námi á laggirnar hér á landi. Til dæmis var þetta mikið rætt á Fiskiþingi árið 1974 og reyndar var þar rætt að koma á meiri menntun um sjávarútveg á öllum skólastigum. Það má segja að ákallið hafi komið innan úr greininni sjálfri. Stóra skrefið var svo stigið 1990 þegar Sjávarútvegsstofnun Háskóla Ís- lands varð stofnuð og á sama ári var byrjað að kenna sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri,“ segir Hreiðar Þór. Mest um vert að hlúa að grunnnáminu „Án þess að það hafi verið rannsakað sérstaklega þá er það mín tilfinning að menntun sjávarútvegsfræðinga hafi átt þátt í að breyta hugarfarinu í sjávarúr- vegi hér á landi. Þannig séu ákvarðanir frekar teknar í dag á vísindalegum grunni. Sjávarútvegsfræðingarnir hafa á þann hátt orðið að nokkurs konar millistykkjum eða þekkingartenglum fyr- irtækjanna yfir í rannsókna- og háskóla- samfélagið. Ég vil trúa því að sjávarút- vegsmenntunin eigi sinn þátt í mörgum af þeim stóru skrefum sem hafa verið stigin í greininni á undanförnum árum hvað varðar tækni, gæðamál, vöruþró- un, rekjanleika, umhverfismál og margt fleira,“ segir Hreiðar Þór. Aðspurður segist Hreiðar Þór vonast til að þeirri stefnu verði fylgt áfram að sjávarútvegsfræðin verði tengd at- vinnulífinu og sjávarútveginum. „Það er alltaf tilhneiging til að nám sem þetta verði meira fræðilegt og áherslan verði á að mennta fólk til starfa við rannsókn- arstofnanir og skóla frekar en fyrir at- vinnugreinina beint. Þannig er t.d. orðið um námið í Kanada og reyndar fleiri stöðum sem ég veit um. Ég held í sjálfu sér að HA geti vel farið út á þær brautir í framtíðinni að vera með meira fræðilegt nám, tengt auðlindum sjávar. En það þarf að gæta þess vel að það verði við- bót en ekki á kostnað núverandi náms. Við getum líka útskrifað héðan meistara og doktora á fræðasviðinu en ég býst þó við að einhver bið verði á því síðar- nefnda. Ég tel mesta virðið felast í því að halda áfram að byggja upp og treysta grunnnámið sjálft. Það skilar mestum ávinningi fyrir greinina og sjávarút- vegsfyrirtækin. En jafnframt því langar okkur að byggja upp gott meistaranám og jafnvel doktorsnám sem mun opna okkur marga möguleika þegar fram í sækir. Ávinningurinn af því yrði líka öfl- ugri rannsóknir og jafnframt myndi það auðvelda okkur samstarf við erlenda há- skóla.“ Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.