Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2018, Page 40

Ægir - 01.10.2018, Page 40
40 „Þjónustusvið Samhentra í sjávarútvegi er í dag mjög víðfeðmt og spannar allt frá umbúðum yfir í vélbúnað fyrir pökk- un og frágang á framleiðsluvörum. Fyrst og fremst sérhæfum við okkur í umbúð- um og veitum viðskiptavinum þjónustu í öllum greinum sjávarútvegsins,“ segir Brynjar Viggósson, framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra. Hann kom til starfa hjá fyrirtækinu í september síð- astliðnum eftir að hafa verið 18 ár í starfi hjá Eimskip bæði erlendis og á Ís- landi og síðustu þrjú ár sem forstöðu- maður söludeildar áætlanaflutninga. Brynjar starfaði áður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en hann er sjávarút- vegsfræðingur frá Háskólanum á Akur- eyri og með MBA gráðu frá háskólanum í Haag í Hollandi. Umhverfisumræðan ýtir undir grósku og þróun Brynjar segir umræðu og auknar áhersl- ur á umhverfismál birtast í daglegu starfi Samhentra. Þær sjáist í vali á hrá- efnum til umbúðaframleiðslu og mögu- leikum til að endurvinna umbúðir. Einn- ig geti stjórnvaldsaðgerðir haft mikið að segja í umbúðaþróun almennt og nefnir hann bann við notkun einnota umbúða sem dæmi um slíkt. „Heilt yfir þá er mikið að gerast í um- búðaframleiðslu, gróska og þróun. Það skapar okkur tækifæri til þróunar og að- lögunar í takti við áherslur okkar við- skiptavina og þróun markaða. En því má heldur ekki gleyma að umbúðir gegna líka gríðarlega mikilvægu hlutverki í því að varðveita gæði afurða og á þann hátt að vinna gegn matarsóun. Okkar við- skiptavinir eru að framleiða hágæðaaf- urðir og því er okkar hlutverk stórt í því að varðveita gæði vörunnar með góðum umbúðum og vernda hana sem best fyrir því langa ferðalagi sem getur verið frá framleiðanda til neytanda. Í umbúða- framleiðslu þurfum við því að horfa til marga þátta í senn,“ segir Brynjar. Bjóða umhverfisvæna lausn í stað frauðplastkassanna Dæmi eru um að fylki og borgir í Banda- ríkjunum hafi bannað frauðplastumbúð- ir en þær hafa t.d. verið mikið notaðar í útflutning á ferskum fiski frá Íslandi. „Við höfum verið að leggja áherslu á nýja lausn, CoolSeal kassann, í stað frauðplastsins, sem er kassi úr 100% endurvinnanlegu efni sem hægt er að nýta fyrir ferskan fisk. Þetta teljum við vera mjög góða lausn í staðinn fyrir frauðplastið og um þessar mundir eru útflytjendur hér á landi að vinna með okkur í þessari þróun og gera prófanir með kassann í sínum útflutningi. Við finnum að margir útflytjendur fylgjast grannt með þessari lausn, sem er skilj- anlegt þar sem viðskiptavinirnir erlendis verða sífellt áhugasamari um að umbúð- irnar séu endurvinnanlegar. Þeir horfa í vaxandi mæli á alla þætti vörukaupanna, þ.e. gæði og framleiðslu vörunnar sjálfr- ar, flutninginn og umbúðirnar. Allt er þetta ein heild og hver hlekkur í henni þarf að vera sterkur. Við viljum því rækja okkar hlutverk á umbúðasviðinu sem best í þágu okkar viðskiptavina,“ segir Brynjar en auk lausna Samhentra á umbúðasviðinu rekur fyrirtækið dótt- urfélagið Vörumerkingu sem sérhæfir sig í framleiðslu límmiða, stafrænni prentun, áprentuðum plastfilum, állokum og álfilmum hvort sem heldur fyrir sjáv- arútveg og annan matvælaiðnað, sem og aðrar atvinnugreinar. samhentir.is Samhentir ehf. Umhverfisáherslan skapar tækifæri í umbúðaframleiðslu Brynjar Viggósson, framkvæmdastjóri sölusviðs Samhentra, með Cool Seal kass- ann sem er lausn fyrir útflutning á ferskum fiski. Kassinn er úr 100% endurvinn- anlegu efni. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.