Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2018, Side 54

Ægir - 01.10.2018, Side 54
54 sjávarútvegsráðherra að stjórna veiðun- um með þessum hætti. „Ég var einn af þeim sem var þess fullviss að þetta yrði ekki framtíðarskipan heldur aðeins til reynslu í eitt ár. Svo kæmu betri tímar og þá mætti endurskoða þetta. Reynslan varð svo sú, að menn sáu að þetta var skynsamleg aðferð, þó margir væru þessu mjög andvígir. Ég lagði hausinn að veði með því að tala fyrir þessu kerfi og ferðaðist út um land til að kynna það. Ég mætti eðlilega mjög misjöfnum undir- tektum, oft mjög öfgafullum á hinn veg- inn.“ Sóknarmark um tíma Þessa niðurstöðu þurfti að kaupa með nokkru verði, sem var sóknarkerfi sam- hliða kvótakerfinu með ákveðnum tak- mörkunum á veiðum. Þetta þróaðist svo þannig frá 1984 til 1990 að sóknarmarkið var lagt niður án nokkurrar andstöðu og veiðunum eftir það stjórnað með kvóta- kerfi með framseljanlegum veiðiheimild- um. Framsalið var forsenda þess að kvótakerfið virkaði og skilaði þeim ár- angri sem eftir var sóst. Hægt var að færa saman veiðiheimildir og spara í út- gerðarkostnaðinum. „Það var svolítið gaman að því að þegar tekist var á um framsalið 1990 var við völd hreinræktuð vinstri stjórn sem samþykkti framsalið án teljandi tak- markana. Ég get bara ekki hugsað þá hugsun til enda hefðum við haldið áfram samkeppninni um að byggja stærri og stærri skip og sækja á þeim færri og færri fiska og valda þjóðinni áframhald- andi skaða með minni tekjum af auðlind- inni en hún gat og hefur haft,“ segir Kristján. Kvótakerfið forsenda árangurs Kvótakerfið er að mati Kristjáns for- senda þess árangurs sem síðar hefur náðst í að sníða veiðarnar að afrakstri fiskistofnanna og samtvinna veiðar og vinnslu. Þannig hafi náðst að hámarka arð úr hvorutveggja. „Ég tel það tvímælalaust hafa verið mitt gæfuspor að hafa tekið þessa af- stöðu og að hafa fylgt henni eftir. Það hefur ekki bara verið sjávarútveginum til góðs heldur öllu þjóðfélaginu með hliðsjón af því hvernig til hefur tekist í því að gera útgerðina hagkvæmari, munandi allar þær gengisfellingar sem fylgdu rekstrarerfiðleikum útgerðarinn- ar fyrir tíma kvótakerfisins. Þær voru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eytt hafði verið fyrirfram með því að hækka laun alltof mikið. Þau þurfti því að skerða aftur með gengisbreytingum. Sem betur fer náðist mikil þjóðarsátt á svipuðum tíma og framsalið var gefið frjálst og hvort tveggja fyrir sig, þjóðar- sáttin og kvótakerfi með frjálsu framsali, leiddi til meiri stöðugleika í íslensku efnahagslífi en áður hafði þekkst,“ segir Kristján. En það var fleira sem Kristján fékkst við á langri og farsælli starfsævi sinni hjá LÍÚ. Hann réðst til LÍÚ í mars 1958 og lét þar af störfum árið 2003. Hann var framkvæmdastjóri sambandsins frá 1969 til 1999 og formaður frá 1970 til 2003. Svo þekktur var hann úr sjónvarpi og blöð- um, að segja má að hann hafi á tímabili verið orðinn „heimilisvinur“ íslensku þjóðarinnar. Fyrsta starf hans hjá LÍÚ var að hringja á síldarleitarstöðvarnar þrjár til að fá upp afla síldarskipanna sólarhring- inn áður. Þær upplýsingar voru síðan aðgengilegar á skrifstofunni. Á þessum árum var mikil mannekla í íslenskum sjávarútvegi og komu hundruð Færey- inga hingað til að vinna við sjávarút- veginn og hafði Kristján milligöngu um komu þeirra og sá um millifærslu launa þeirra, sem þá var ýmsum skilyrðum háð. Kjarasamningar og fleira Þá urðu kjarasamningar eitt af helstu viðfangsefnum Kristjáns. Voru það oft á tímum miklar vökur. „Sem dæmi um þetta má nefna að fyrstu 7 næturnar eftir að við Kristín giftum okkur 7. janú- ar 1961 kom ég ekki heim fyrir klukkan 7 að morgni. Þá var mikil samningatörn í gangi og Torfi Hjartarson, ríkissátta- semjari hlífði okkur í engu með tíma,“ segir Kristján. Og heldur áfram: „Manni fannst sjómannaforystan svo- lítið höfuðlaus her á þessum árum. Þó voru þar innanum miklir persónuleikar á þessum árum sem mig langar til að nefna, en það eru Óskar Vigfús- son,Tryggvi Helgason frá Akureyri og Jón Sigurðsson, sem kallaður var dreki. Síðan kom til skjalanna Ingólfur Ingólfs- son, sem var þá formaður Vélstjóra- félagsins og síðar formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins. Mikill ágæt- ismaður. Það var mikið ábyrgðarhlutverk að standa í þessum samningaviðræðum og það sem mér þótti verst, sérstaklega eft- ir að ég var orðinn formaður, að ég væri ábyrgur fyrir því að yrði verkfall og all- ur flotinn bundinn í höfn. Það voru mín- ir erfiðustu dagar í þessu starfi, þessi alltof tíðu verkfallsátök, sem voru.“ Kristján var kjörinn formaður LÍÚ á aðalfundi í Vestmannaeyjum 1979, nokk- uð óvænt en Þorsteinn Gíslason var þá kandídat forystunnar og aðrir höfðu ekki verið nefndir til sögunnar. „Málin æxluðust svo þannig að ég var sjálfkjör- inn formaður án mótframboðs og gegndi þeirri stöðu samfleytt í 33 ár,“ segir Kristján sem varð áttræður s.l. sumar. Hann hélt upp á afmælið á æskuheimili sínu á Flateyri ásamt stórfjölskyldunni. Húsið sem stendur við Hafnarstræti 1 hefur verið gert upp á mjög smekklegan hátt. Húsið var byggt árið 1902 af bróður ömmu Kristjáns. Hann segir það hafi verið mjög ánægjulegt að ganga inn í húsið, sem hann yfirgaf fyrir 64 árum þá 16 ára gamall. Eiginkona Kristjáns, Krist- ín Möller, andaðist fyrir 4 árum. Togararnir eru afkastamiklir innan kvótakerfisins nú eins og endranær. Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.