Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Síða 69

Ægir - 01.10.2018, Síða 69
69 „iTUB hóf árið 2010 að byggja upp út- leigukerfi á kerum í Noregi og hefur síð- an vaxið jafnt og þétt, bæði í Noregi, á meginlandi Evrópu og á Íslandi. Við er- um í dag með tæplega 40.000 ker í út- leigu og fyrr á þessu ári náðum við þeim áfanga að íslenski markaðurinn var kominn yfir 50% af heildinni. Vöxturinn hjá okkur hefur því verið mjög mikill á Íslandi að undanförnu,“ segir Reimar Viðarsson, sölu- og þjónustustjóri kera- leigufyrirtækisins iTUB sem staðsett er á Dalvík. Fyrirtækið er með starfsstöðv- ar í Noregi, Danmörku og á Íslandi en það er dótturfyrirtæki Sæplasts og leigir út ker til fyrirtækja í matvælavinnslu. Að stærstum hluta eru kerin í útleigu í sjávarútvegi. Styrkur keranna aðalatriðið „Við notum alfarið PE ker frá Sæplasti í okkar kerfi og fyrir því eru margar ástæður. Viðskiptavinir sjá kosti í að einangrun þeirra er polyethylene í föstu formi sem ekki dregur í sig vökva, kerin eru því gegnheil, sterk og endingargóð auk þess að vera endurvinnanleg að notkunartíma liðnum,“ segir Reimar. Á sínum tíma byggði iTUB sitt út- leigukerfi upp í Noregi en margir við- skiptavina þar í landi nýta þau til að senda fisk til vinnslustöðva á megin- landi Evrópu og því ferðast kerin um langan veg. iTUB kaupir þvottaþjónustu fyrir kerin í Noregi, Danmörku, Frakk- landi, Hollandi og nýtir einnig þvotta- þjónustu í Bretlandi. Snar þáttur í þessu kerfi er gott samstarf við flutningsaðila sem sjá til þess að hjá viðskiptavinum fyrirtækisins séu alltaf tiltæk þau ker sem um er samið. Hraðasta uppbyggingin á Íslandi „Eftir að hafa þróað og byggt leigukerfi iTUB upp í Noregi og Evrópu hófum við útleigu hér á Íslandi árið 2014. Sú upp- bygging hefur gengið afar vel síðustu árin, sem sést best á því að í dag erum við með tæplega 40.000 ker í útleigu í heild og þar af um 23.000 ker í útleigu á hér á landi,“ segir Reimar. Í vaxandi mæli velja útgerðir að leigja alfarið ker í sína starfsemi frá iTUB og hætta þannig að reka eigin kerakerfi. Mörg dæmi eru einnig um að fyrirtæki leigi hluta af þeim kerum sem þau þurfa á að halda en kerin fara þannig á leið sinni frá fiskiskipum til vinnslna víða á landinu, á fiskmarkaði innanlands eða til fiskkaupenda erlendis. „Svokölluðum lyftarafærslum með hvert ker hefur því fjölgað frá því sem áður var og þá skiptir höfuðmáli að vera með í þessu kerfi ker sem hafa styrk til að þola þau miklu ferðalög sem geta ver- ið með fiskinn á leiðarenda. Við höfum séð dæmi um allt upp undir 30 viðtak- endur á afla úr einu fiskiskipi og það segir sig sjálft að það er mikið hagræði af því að nýta leigukerfi okkar til að sjá um kerin í slíkum tilvikum,“ segir Reim- ar. itub-rental.com Reimar Viðarsson, sölu- og þjónustustjóri iTUB á Íslandi. Sá áfangi náðist á þessu ári að yfir helmingur heildarfjölda útleigu- kera fyrirtækisins er á Íslandi. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands Keraleiga iTUB vex hratt á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.