Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Síða 71

Ægir - 01.10.2018, Síða 71
71 62.000 tonn árið 1918 Af öllum botnfisktegundum veiðist mest af þorski á ári hverju og er úrvinnsla hans einnig fjölbreyttari en úr öðrum tegundum. Sé litið á þorskaflann á full- veldisöldinni hefur hann sveiflast tölu- vert. Árið 1918 var þorskafli okkar Ís- lendinga um 62.000 tonn. Togararnir voru þá að leysa skútur og þilskip af hólmi og þorskafli hafði því farið vax- andi frá aldamótum, en fyrsti togarinn, Coot, kom til landsins 1904. Erlendir tog- arar voru þá búnir að stunda veiðar við landið um tíma og öfluðu vel. Afli út- lendinga árið 1918 hér við land var 41.000 tonn og samtals voru því dregin 103.000 tonn af þeim gula úr sjó við land- ið. Þorskafli okkar jókst svo hratt og var kominn í 103.400 tonn árið 1922. En út- lendingarnir voru enn afkastameiri og veiddu 175.600 tonn það ár. 1929 fór þorskafli okkar svo í fyrsta sinn yfir 200.000 tonn, nánar tiltekið 201.000 tonn. Þá var hlutur útlendinga 187.700 tonn. Aflabrögð voru nokkuð góð næstu árin, en 1936 féll aflinn niður í 102.350 tonn og var lítill fram að stríðslokum. Þetta ár veiddu útlendingar 181.200 tonn, en mestur í sögunni varð þorskafli þeirra 277.000 tonn árið 1932. Veiðistjórnun takmörkuð fram undir 1980 Veiðum var í raun lítið stjórnað allt fram á áttunda áratuginn. Sóknin var að segja má óheft og hver sem var gat hafið veiðar svo fremi sem hann gat fjár- magnað kaup á báti eða skipi. Þegar fiskifræðingar fóru síðan að ráðleggja ákveðinn hámarksafla í einstökum teg- undum, var reynt að draga úr þorsk- veiðum með svokölluðu skrapdagakerfi. Þá var takmarkaður sá tími sem skip og bátar máttu veiða þorsk. Fyrir vikið beindist sóknin í aðra fiskistofna eins og karfa, ufsa og ýsu og þar með var sókn í þær tegundir orðin of mikil. Ákveðinn var heildarafli sem skiptist nærri jafnt milli báta og togara. Það var ekki fyrr en með kvótakerf- inu 1984, sem byrjað var að stjórna veið- um með afgerandi hætti. En skipin voru enn of mörg. Til að sporna við fjölgun fiskiskipa var tekin upp svokölluð úreld- ingarregla. Til að koma með nýtt skip inn í veiðarnar, varð að úrelda annað jafn stórt á móti, þrátt fyrir að hámarks- afli á hvert skip væri takmarkaður með kvótakerfinu. Þannig urðu skipin verð- mætari en veiðiheimildirnar, jafnvel þó gömul væru. Þetta dæmi snérist svo al- veg við, þegar úreldingarreglan var numin úr gildi. 45 nýir togarar á áratug Útlendingar stunduðu engar veiðar hér á stríðsárunum, en á þeim tíma jókst þorskafli okkar og var kominn í 200.000 tonn lýðveldisárið 1944. Þá voru útlendingarnir aftur komnir á miðin og náðu 46.000 tonnum. Eftir stríðslok kom nýsköpunarstjórnin svokallaða til valda og var eitt helsta hlutverk hennar að byggja upp tog- araflota landsmanna á ný og frá þeim tíma og fram að 1960 komu 45 nýir togarar til landsins. Þorskaflinn jókst á þessum árum og náði há- marki 1955 í 315.400 tonnum. Útlend- ingarnir voru líka afkastamiklir á þessum árum og varð afli þeirra mestur 262.500 tonn árið 1954. Það ár fór heildarafli af þorski við Ísland í fyrsta sinn yfir hálfa milljón tonna. Hann var yfir þeim mörkum þrjú ár í röð og einu sinni síðan, þ.e. árið 1958. Þorskurinn skilar að öllu jöfnu meiri útflutningsverð- mætum en nokkur önnur fisktegund sem veiðist hér við land. Svo hefur verið öldum saman. Svo mikilvægur var þorskurinn að hann var settur í skjaldarmerki Íslands fyrr á öldum, þar til hann vék fyrir fálkanum og hann fyrir landvættunum. Þorskurinn hefur ekki síður verið mikilvægur öðrum þjóðum og um hann hefur meira að segja verið skrifuð sérstök ævisaga. Lauslega áætlað gæti þorskafli okkar Íslendinga á fyrstu öld fullveldisins verið um 25 milljónir tonna Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.