Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2018, Page 100

Ægir - 01.10.2018, Page 100
100 Áfall í kjölfar þorskastríðs Árið 1975 skipar stóran sess í sögu sjáv- arútvegs á Íslandi og sjálfstæðis ís- lensku þjóðarinnar. Þá var landhelgin færð út í 200 mílur með sögulegum deil- um við Breta og Þjóðverja. Eftir að þorskastríðinu við Breta lauk á árinu 1976 og breskir togarar yfirgáfu lögsög- una og þýskir togarar árið eftir, öðluð- ust Íslendingar einir rétt til að setja lög um veiðar innan landhelginnar og fram- fylgja þeim. Tálsýn Mikil bjartsýni ríkti meðal þjóðarinnar, sem var í sigurvímu eftir frækilegan sig- ur í þorskastríðinu þar sem breska heimsveldið varð að lúta í lægra haldi. Nú sátu Íslendingar einir að fiskimiðum sínum og gerðu þeir því ráð fyrir auk- inni aflasæld. En það reyndist vera tál- sýn. Gengið hafði verið of nærri flestum fiskistofnum, þar á meðal þorskinum, á undangengnum árum og verulegs niður- skurðar á afla Íslendingar var þörf, þrátt fyrir að flotar Breta og Þjóðverja hyrfu frá veiðum við landið. Íslenski fiski- skipaflotinn einn og sér var orðinn of stór fyrir Íslandsmið að mati forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Jón Jónsson, forstjóri stofnunarinnar var ekkert að skafa utan af hlutunum í skýrslu sinni árið 1975: Ástand fiskistofna og annarra dýrategunda á Íslandsmiðum og nauð- synlegar friðunaraðgerðir innan ís- lenskrar fiskveiðilandhelgi. Minnka verði sókn í þorskstofninn um helming til að koma í veg fyrir hrun hans. Afli farið síminnkandi „Undanfarna tvo áratugi hefur árlegur þorskafli á Íslandsmiðum numið að með- altali 400 þúsund tonnum. Mestur varð aflinn árið 1954 tæplega 550 þúsund tonn, en minnstur árið 1967 345 þúsund lestir. Árin 1968 til 1970 óx aflinn aftur og náði hámarki árið 1970 (471 þús. tonn). Aukningin umrætt tímabil stafaði að verulegu leyti af sterkum þorskgöng- um frá Grænlandsmiðum. Síðan árið 1970 hefur afli farið síminnkandi (375 þúsund tonn árið 1974), þrátt fyrir 3 góða árganga frá árunum 1964-69. Þess- um minnkandi afla veldur einkum tvennt. 1. Klak við Grænland árabilið 1964- 1969 hefur verið mjög lélegt og því dregið verulega úr göngum þaðan. 2. Með stækkandi skipastól hefur sóknin í ókynþroska hluta stofnsins farið ört vaxandi, þannig að þeim fiskum sem ná kynþroska og ganga á hrygningarstöðvarnar fer fækk- andi. Vegna þessarar miklu sóknar í þorskinn á uppeldisstöðvunum fyrir Norður- og Austurlandi fæst ekki lengur hámarksnýting úr stofninum. Þetta ástand hefur ríkt um nokkurra ára skeið og fer versnandi. Talið er að hámarksafrakstur þorsk- stofnsins sé nær 500 þúsund tonn á ári. Til þess að ná þeim afla þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrðum: 1. Að minnka núverandi heildarsókn- arþunga í þorskinn um helming. 2. Að koma í veg fyrir veiði smáfisks, þriggja ára og yngri og draga veru- lega úr veiðum á fjögurra ára fiski. Fiskiskipaflotinn einn og sér var orðinn of stór fyrir Íslandsmið þrátt fyrir að Íslendingar hefðu landhelgina útaf fyrir sig. Barði NK 120 var fyrsti skuttogari Íslendinga. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.