Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2018, Page 136

Ægir - 01.10.2018, Page 136
136 „FAJ býður margs konar siglinga-, fiski- leitar- og rafeindatæki sem gott skip þarf að búa yfir, raunar flestan þann tæknibúnað sem nauðsynlegur er fyrir brúna. Helsta merkið okkar í þessu er Simrad en sá framleiðandi er leiðandi í ratsjám, fiskileitartækjum og plotterum sem raunar má fremur kalla fjölnotatæki enda nýting þeirra og hæfni margvís- leg,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson, sölu- stjóri hjá Friðrik A. Jónssyni ehf. en fyr- irtækið hefur þjónustað íslensk útgerð- arfyrirtæki í 78 ár. Simrad er með breiða línu ratsjáa, allt frá litlum breiðbandsratsjám sem er komið fyrir í lokuðum hatti á stýrishúsi báts eða í mastri til IMO samþykktu ratsjáa fyrir stærri skip. Þar er Argus ratsjáin öflugust og fáanleg bæði X band og S band en nýjar útgáfur af IMO vott- uðu ratsjánum frá Simrad hafa núna viðmót sem er mun auðveldara að nota fyrir skipstjóra og stýrimenn. Nýjasta ratsjáin frá Simrad er byggð á púls- og breiðbandstækni en hún gerir mönnum t.d. auðvelt að greina hvort skip er að nálgast eða fjarlægjast með rauðum eða grænum lit á skjá. Þessi ratsjá er mjög einföld í notkun og geislun frá henni því sem næst engin eða svipuð og frá venju- legum farsíma. Sjókort í rauntíma „Tækja- og hugbúnaður þróast mjög hratt þessi árin og þurfa starfsmenn FAJ að vera sífellt á tánum til að tileinka sér nýja tækni til að geta kynnt hana fyrir viðskiptavinum sínum. Við förum mikið á sýningar og alltaf sjáum við nýjungar og framþróun í tækninni sem kemur okk- ar viðskiptavinum til góða. Öll þessi stjórntæki í brúnni eru mikilvæg vegna veiðanna en ekki síður sem öryggistæki sem allt veltur á að skip og áhöfn komist í heila höfn. Menn mega ekki gleyma því að ratsjáin er og á að vera siglingatæki númer eitt,“ segir Ásgeir. Simrad býður m.a. fjölnotatæki sem geta tekið upp eigin ferla og dýpisgögn yfir siglingar sínar og vistað gögnin í gegnum veflæga þjónustu sem heitir In- sight Genesis. Þannig er hægt að setja inn á netið ferla hvers og eins og í stað- inn fæst kort sem sýnir dýptarprófíla, ekki bara þar sem sjást grynningar og sker, heldur sést botnharkan líka, hvort sem um harðan eða mjúkan botn er að ræða. Þannig er dýptarupptöku- og sigl- ingaferlinu steypt saman og úr verður sjókort með dýptarlínum. Til viðbótar þá mun þessi tækni verða til notkunar í rauntíma. Þannig verður hægt að sjá sjókort með dýpislínum verða til á skján- um á sama tíma og verið er að sigla. „Verðmætar upplýsingar verða til með ýmsum hætti við fiskileit og mikilvægt er að safna sögunni saman og eiga hana til skoðunar seinna, ýmist til að auðvelda fiskileit, byggða á fyrri reynslu eða til að tryggja örugga siglingaleið í gegnum lít- ið þekkt svæði, svo dæmi séu tekin.“ Í gegnum árin hafa starfsmenn FAJ lagt upp því að íslenska notendaviðmót tækja sinna til að auðvelda notkun þeirra. Þessari vinnu er haldið áfram með góðum stuðningi frá birgjum FAJ eins og SIMRAD, Lowrance, B&G og OLEX. „Já, þetta fyrirtæki hefur alltaf haft metnað til þess að auðvelda aðgengi manna að nýrri tækni og þess vegna er íslenskun alls kyns hugtaka mikilvæg. Við þurfum hins vegar að hafa okkar alla við í þessu því þróunin er gríðarlega hröð og ef við pælum of lengi í því hvernig best sé að útskýra virkni tækis- ins á íslensku er hætt við að ný tækni sé tekin við þegar þeirri vinnu lýkur!“ bæt- ir Ásgeir Örn við. Úrval ískastara Meðal þess búnaðar sem FAJ býður eru ískastarar frá Norselight sem hefur í gegnum árin hannað kastara fyrir norskar aðstæður sem eru svipaðar og hér við Ísland. „Við höfum selt mikið af ljóskösturum undanfarna áratugi og eig- um yfirleitt alla varahluti á lager. Þessir kastarar eru úr seltuvörðu áli sem gerir þá mun léttari en hefðbundnir stálkast- arar. Norselight valdi einnig álið því það hefur betri kælingu en stál þannig að hiti á perunni er lægri og endingartím- inn þar af leiðandi lengri,“ segir Ásgeir Örn. faj.is Allur tæknibúnaður í brúna Ásgeir Örn Rúnarsson sölustjóri hjá FAJ: „Öll þessi stjórntæki brúnni eru mikilvæg vegna veiðanna en ekki síður sem öryggistæki þar sem allt veltur á skip og áhöfn komist í heila höfn.“ Fiskileitartæki safna saman verðmæt- um upplýsingum við fiskveiðar. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.