Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Page 28
Veitingar og rómantík 7. september 2018KYNNINGARBLAÐ BAN KÚNN ER GÍFURLEGA VINSÆLL: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“ Hér hefur verið mikið að gera frá fyrsta degi og fólk hefur tekið okkur ennþá betur en ég gerði mér vonir um. Fyrst var um að ræða fólk úr hverfinu en svo fór þetta að berast og núna kemur hingað fólks alls staðar að. Við fáum meira að segja pantanir frá erlendum ferðaskrifstof- um,“ segir Svavar G. Jónsson hjá Ban Kúnn sem staðsettur er að Tjarnarvöll- um 15 í Hafnarfirði. Staðurinn var opnaður í janúar árið 2014. Meðeigandi Svavars er taí- lenskur eiginmaður hans, Natthawat Voramool. „Hér er alltaf mikið um að vera í hádeginu enda hverfið líflegt. Hér er stórt iðnaðarsvæði en einnig skrif- stofuhúsnæði og Þjóðminjasafnið er flutt hingað við hliðina og það er hótel í götunni,“ segir Svavar. Sérstakt hádegis- og kvöldverðartil- boð er afar vinsælt hjá gestum staðar- ins. Sex réttir eru á borðinu og má velja þrjá rétti á diskinn. Skipt er um rétti daglega þannig að það er alltaf eitthvað nýtt. Í hádeginu kostar þetta 1.750 kr. en á kvöldin 1.990 kr. sem hlýtur að teljast afar hagstætt verð fyrir svo góðan mat. Ekta taílenskur matur – eins og stað- urinn væri í Taílandi „Við erum auk þess með 25 rétti á matseðli. Fyrir utan það eru síðan ótal margir sértaílenskir réttir sem við get- um eldað. Fólk getur því komið hingað og sagt okkur frá uppáhalds taílenska réttinum sínum og við eldum hann,“ segir Svavar. Að hans sögn er Pad Thai vinsælasti rétturinn á matseðlinum. „Hann inniheldur hrísgrjónanúðlur, grænmeti, kjöt eða rækjur, og síðan er það leyndarmálið sem allir alvöru taílenskir veitingastaðir verða að hafa – en það er sósan,“ segir Svavar. Sósan í réttinum þykir einstök, uppskriftin kemur frá langömmu eiginmannsins, Natthawat, en fjölskylda hans hefur stundað veitingarekstur á Taílandi mann fram af manni. Að sögn Svavars er það útbreiddur ósiður á taílenskum veitingastöðum á Vesturlöndum að staðfæra réttina og setja eitthvað í þá sem á ekki heima í þeim. Á Ban Kúnn er hins vegar lögð áhersla á að hafa réttina upprunalega, nákvæmlega eins og ef staðurinn væri í Taílandi. Þess má einnig geta að Ban Kúnn býður upp á margskonar grænmsetis- rétti og Vegan-rétti, t.d. er hægt að fá Pad Thai vegan. Ban Kúnn er opinn virka daga frá kl. 11 til 21 og um helgar (og á frídögum) frá kl. 17 til 21. Svavar segir að vinsældir staðarins kalli eftir að opnað sé fyrr um helgar en hann þurfi að gæta þess að starfsfólkið fái næga hvíld. „Margir hafa líka kallað eftir fleiri Ban Kúnn-stöðum, í þetta hverfið eða hitt, en ég segi alltaf nei. Við ætlum að vera hér og bjóða áfram góðan mat og persónulega þjónustu. Ban Kúnn þýðir líka „heima hjá þér“ og hér viljum við að fólk hafi það notalegt og því líði eins og það sé heima hjá sér,“ segir Svavar. Sjá nánar á Facebook-síðunni Ban Kúnn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.