Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Qupperneq 31
Veitingar og rómantík 7. september 2018 KYNNINGARBLAÐ
Landnámssetrið í Borgarnesi verð-ur sífellt vinsælla með hverju árinu og þar næra gestir bæði líkama
og sál. Veitingastaðurinn í Landnáms-
setrinu hefur slegið í gegn, ekki síst með
sínu ferska og ljúffenga hádegishlað-
borði sem er á mjög hagstæðu verði.
Veitingastaðurinn er fjölskylduvænn
og notalegur og er opinn alla daga frá
kl. 10 til 21. Hollustuhlaðborðið er alla
daga frá 11.30–15.00. Á hlaðborðinu
eru fjölbreyttir grænmetisréttir, salöt,
heit súpa og ilmandi nýbakað brauð.
Borgnesingar eru nú orðnir fastagestir
á staðnum í hádegismat og fjölmargir
aðrir sækja þangað líka.
Í setrinu eru tvær sögusýningar sem
veita einstaka innsýn í fortíð þjóðarinn-
ar á afar lifandi hátt með áhrifamiklum
myndverkum. Á Egilssögusýningunni
eru gestir leiddir í gegnum nokkurs
konar völundarhús inn í ævintýraheim
sögunnar.
Landnámssýningin byggir á þeim
einstöku heimildum um upphaf Íslands-
byggðar sem er að finna í Íslendinga-
bók og Landnámu. Bækurnar voru
skrifaðar á 12. öld, sennilega báðar af
Ara fróða. Það eru ekki margar þjóð-
ir sem eiga svo nákvæmar skrifaðar
heimildir um uppruna sinn aðeins um
200 árum eftir að atburðirnir áttu sér
stað. Efni sýningarinnar byggir á þess-
um heimildum en engin ábyrgð er tekin
á sannleiksgildi þeirra. Með lýsingu og
lifandi myndum er leitast við að skapa
spennandi andrúmsloft, auk þess sem
þar er að finna fágætt líkan af Íslands-
fari eftir Gunnar Marel Eggertsson.
Dagskráin á Söguloftinu er nú að
fara í fullan gang með haustinu. Frá
árinu 2006 hafa á milli 20 og 30 rit-
höfundar troðið þar upp með einhvers
konar sýningar. Í kringum mánaða-
mótin september/október verður
Vilborg Davíðsdóttir með fjórar auka-
sýningar á hinni vinsælu dagskrá sinni
um Auði djúpúðgu.
Einar Kárason heldur jafnframt
áfram með Grettissögu sína og Finnur
Torfi Hjörleifsson verður með dagskrá
byggða á eigin verkum þann 8. nóvem-
ber. Snemma í desember verða KK og
Ellan síðan með jólatónleika.
Nánari upplýsingar um alla viðburði
á Söguloftinu og miðasala á þá er á
vefsíðunni landnam.is.
Fallegar gjafavörur
Í Landnámssetrinu er rekin verslun
með fallegri og vandaðri gjafavöru.
„Þessar vörur eru ekkert endilega fyrir
útlendinga heldur henta þær prýðilega
sem gjafir handa Íslendingum líka. Við
leggjum áherslu á íslenska hönnun og
erum líka með afurðir handverksfólks
úr héraðinu,“ segir Sigríður Margrét.
Góður vettvangur fyrir hópa
Í Landnámssetrinu er hægt að bjóða
upp á alls kyns afþreyingu fyrir fyr-
irtæki og hópa og staðurinn hentar
prýðilega fyrir ráðstefnur, árshátíðir
og hópefli. Fundaraðstaða á fallegu
pakkhúslofti er fyrir allt að 80 manns
en fyrir allt að 30 manns ef þátttak-
endur sitja við borð. Vinsælt er að fara í
ratleiki úti við í nágrenni Landnámsset-
ursins. Ratleikurinn er í snjallsímum og
hægt að aðlaga þrautir og spurningar
hópnum.
Ítarlegar og fróðlegar upplýsingar
um þjónustu og dagskrá Landnáms-
setursins er að finna á vefsíðunni land-
nam.is. Einnig eru veittar upplýsingar
í síma 437-1600 og fyrirspurnir má
einnig senda á netfangið landnam@
landnam.is.
LANDNÁMSSETRIÐ:
Hollustuhlaðborð og sívinsælar
sýningar á Söguloftinu