Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 36
36 7. september 2018
Þ
að er gríðarlega vinna að
ferðast á framandi slóðir
með ung börn en við njót
um hverrar einustu stund
ar í botn og förum á okkar hraða,“
segir Eva Dögg Jafetsdóttir. Hún
og eiginkona hennar, Álfheiður
Björk Sæberg Heimisdóttir, eru
staddar á ferðalagi í Japan þessa
dagana. Þær kalla sig Worldtravel
moms ( Heimsreisumömmurnar)
og bera svo sannarlega nafn
með réttu því í sumar sögðu þær
upp störfum sínum og flugu á vit
ævin týranna með börnum sínum
tveimur, Sindra og Söru,
sem eru fjögurra og tveggja
ára gömul. „Við vorum bún
ar að ganga með þennan
draum í maganum lengi og
ákváðum að kýla á það áður
en Sindri byrjaði í barna
skóla,“ segir Eva Dögg. Að
hennar sögn hefur ferðin
verið frábær hingað til en
einnig koma stundir sem
reyna verulega á.
Ferðin hófst í lok júní í
sumar og gæti staðið í allt
að ár. „Við sögðum upp í
vinnunni, leigðum út íbúðina og
lögðum af stað. Við keyptum bara
miða eina leið og höfum því ekki
ákveðið hvenær við komum heim
eða hvert ferðinni er nákvæmlega
heitið. Það fer eftir okkur, krökk
unum og fjárhagnum,“ segir Eva
Dögg.
Jólin fyrirhuguð á Balí
Fyrsti áfangastaður var Taíland en
þangað höfðu Eva og Álfheiður
farið í brúðkaupsferð árið 2011.
„Við elskuðum landið, matinn
og menninguna og vildum því
gjarnan skoða landið nánar. Okk
ur fannst líka þægilegt að hefja
ferðina á stað sem við höfðum
reynslu af, sérstaklega þar sem
við erum með ung börn með okk
ur. Þegar við fórum að skoða fleiri
áfangastaði í Asíu þá urðum við
sífellt spenntari enda ótrúlega
margir staðir sem vert
er að heimsækja. Það
skemmir ekki heldur
fyrir að Asía er frekar
ódýr heimsálfa og því
langaði okkur að eyða
drjúgum tíma þar,“ segir
Eva Dögg.
Að loknum ljúfum mánuði í
Taílandi var förinni heitið til Víet
nam og síðan til Japan. Örlögin
höguðu því þannig að flug þeirra
til Japan var fellt niður vegna
óveðurs og þá stukku þær á hent
ugt flug til SuðurKóreu í staðinn.
„Þetta er lítið skipulagt hjá okkur
og því getum við gripið gæsina og
gripið skemmtileg tækifæri,“
segir Eva Dögg. Fram undan er svo
heimsókn til Filippseyja, Singa
pore, Kambódíu og Indónesíu.
„Við vorum síðan búnar að ákveða
að eyða jólunum og áramótunum
á Balí. Það er enn á dagskrá en við
fylgjumst vel með stöðunni varð
andi náttúruhamfarirnar sem riðu
yfir á dögunum.“
Hvað tekur við eftir áramótin
er óráðið og segjast Eva og Álf
heiður ætla njóta þess að hafa
dagskrána sveigjanlega. Álfheið
ur fór sem skiptinemi til Argent
ínu á árum áður og því er það á
stefnuskránni að heimsækja fjöl
skylduna sem hún dvaldi hjá á
sínum tíma. Fyrir utan að njóta
alls þess sem áfangastaðirnir hafa
upp á að bjóða fyrir ferðamenn
hafa Eva og Álfheiður lagt ríka
áherslu á að heimsækja leikskóla
og ýmis dagvistunarúrræði fyrir
börn í hverju landi fyrir sig. „Við
erum báðar menntaðir þroska
þjálfar og höfum mikla reynslu af
því að vinna með börnum. Okkur
fannst því spennandi að fá innsýn
í mismunandi kennsluumhverfi.
Okkur finnst jafnframt spennandi
að kynna börnunum okkar mis
munandi aðstæður annarra og
leyfa þeim að umgangast önnur
börn í gegnum leik. Við förum líka
markvisst á leiksvæði og leikvelli í
þeim tilgangi að gefa börnunum
félagslega útrás með jafnöldrum
og kynna fjölmenninguna fyrir
þeim,“ segir Eva Dögg.
Brjáluð vinna að ferðast með
lítil börn
Hún segist hiklaust geta mælt með
því að ferðast um Asíu með ung
börn. „Við vissum svo sannarlega
að það yrði áskorun að ferðast
með tvö ung börn. Það er brjáluð
vinna að vera með svona lítil kríli
en þvílíkur lærdómur fyrir okkur
öll og yndisleg samvera. Þau koma
okkur stanslaust á óvart en auð
vitað er dagamunur á okkur öll
um og þá lærum við bara að vinna
með það. Það er ótrúlegt hvað
þau þurfa að þola mikið áreiti frá
fólkinu hérna úti. Það er stans
laust verið að snerta þau, klípa,
stara og taka þau upp svo ekki sé
talað um endalausar myndatökur
en auðvitað allt gert með góðum
huga. Þau hafa verið ótrúlega um
burðarlynd og viljug en það hafa
vissulega komið stundir þar sem
þeirra þolmörkum er misboðið og
þau draga sig til baka. Með hverj
um deginum eflast þau og læra að
njóta og við nýtum hvert tækifæri
til lærdóms því það er ótrúleg lífs
reynsla að halda svona út í heim
í allt aðra menningu og venjur,“
segir Eva Dögg
Eitt af því sem stungið hefur í
augun er ógrynni af rusli á víða
vangi. Það fer sérstaklega fyrir
brjóstið á hinum fjögurra ára
gamla Sindra. „Þetta hefur skap
að miklar umræður og eftir
tekt hjá okkur öllum. Við tókum
því ákvörðun sem fjölskylda að
við viljum leggja okkar af mörk
um. Við getum að sjálfsögðu ekki
breytt heiminum en við getum
gert eitthvað. Þess vegna ákváð
um við að vera alltaf með poka í
töskunni og tínum rusl reglulega.
Gaman að segja frá því að þegar
við vorum í HueVietnam að tína
í einn ruslapokann þá rölti einn
heimamaður til okkar með eigin
poka og byrjaði að tína með okk
ur,“ segir Eva Dögg.
Hægt er að fylgjast með ferða
lagi fjölskyldunnar á Snapchat og
öðrum samfélagsmiðlum eins og
Instagram, Facebook og sérstakri
bloggsíðu þeirra. Notendanafnið
er worldtravelmoms.
FÓLK - FERÐALÖG
Dragháls 14-16 Sími 412 1200
110 Reykjavík www.isleifur.is
Straumhvörf
í neysluvatnsdælum
Grundfos Scala 3-45
Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og
hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra
Innbyggð þurrkeyrsluvörn
Afkastar 8 aftöppunar stöðvum
n Sögðu upp í vinnunni og leigðu út íbúðina n Heimkoman ræðst af fjárhagnum
Eva og Álfheiður skelltu sér í
heimsreisu með tvö ung börn
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Fjölskyldan á góðri stund.Sara bregður á leik með taílenskum börnum.
Eva Dögg og Álfheiður elska að ferðast um á
hjóli en því miður er erfitt að leigja hjól með
barnasætum á þeim slóðum sem þær hafa
ferðast um. Þegar það er hægt þá er um mikinn
sigur að ræða.