Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 6
6 16. nóvember 2018FRÉTTIR á þinni leið Á ÞINNI LEIÐ HRINGDU Í SÍMA 522 4600 TAKTU KRÓK Á LEIÐARENDA Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun thónabifreiða og annarra birfreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur búður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þar þá á verkstæði Krokur.net / Suðurhraun 3 / 210 Garðarbær Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu n Gildistöku laga um jafnlaunavottun frestað um eitt ár n „Það vaknar enginn einn daginn án faggildingar“ U m miðjan september missti vottunarfyrirtækið Vottun hf. faggildingu sína á vottun stjórnunar- kerfa frá Einkaleyfastofu. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Vott- unar hf. segir að faggildingin hafi einfaldlega runnið út og ekki hafi náðst í tæka tíða að taka út starf- semina svo faggildingin yrði framlengd. Heimildir DV herma hins vegar að brotalamir á út- tektar- og vottunarferli fyrirtæk- isins hafi gert það að verkum að það reyndist nauðsynlegt að fella niður faggildingu þess. Í lögum um faggildingu segir: „Þá getur faggildingarsvið fellt niður fag- gildingu ef skilyrði fyrir veitingu hennar eru ekki lengur uppfyllt eða faggiltur aðili hefur stórfellt eða ítrekað brotið ákvæði laga, reglugerðar, staðla og reglna sem gilda um faggildingu eða skilyrði þau sem sett hafa verið fyrir fag- gildingu hans“. Eina faggilta vottunarstofa landsins um árabil Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur, að eigin sögn, verið frumkvöðull og leiðandi í vottun stjórnunarkerfa á Íslandi og vottað á níunda tug fyrirtækja og stofnana. Á grundvelli fag- gildingarinnar um vottun stjórn- unarkerfa hefur Vottun hf. haft undanþáguheimild til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun. Sú undanþága er því ekki í gildi lengur og óljóst hvaða áhrif niður- felling hefur á fyrirtæki sem hlot- ið hafa vottun fyrirtækisins, enda hefur fyrirtækið ekki starfað í sam- ræmi við þær kröfur sem gerð- ar eru til vottunarstofa. Stærsti eigandi fyrirtækisins er Sam- tök iðnaðarins en einnig eru Fé- lag atvinnurekanda, Viðskipta- ráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrir- tækja í eigendahópnum. Vottun hf. hefur um árabil verið eina faggilta vottunarstofa lands- ins. Að auki hefur BSI á Íslandi haft umboð fyrir BSI Group sem veitt hefur vottanir hér á landi. Þessi fyrirtæki hafa nýtt sér áður- nefnda undanþáguheimild í lög- um um jafnlaunavottun til þess að veita fyrirtækjum og stofnun- um jafnlaunavottun í samræmi við lög þess efnis sem lögfest voru í júní 2017. Markmið laganna er að vinna gegn kynbundnum launa- mun og stuðla að jafnrétti kynj- anna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögunum þurftu öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri að vera komin með slíka jafn- launavottun í lok þessa árs. Alls voru um 142 fyrirtæki skyldug til þess að fá slíka jafnlaunavottun fyrir ársloks 2018 ellegar var heim- ilt að beita fyrirtækin dagsektum. Aðeins hafa 39 fyrirtæki hlotið slíka vottun í dag en vottunarferlið er langt og tímafrekt. Í ljósi stöðu Vottunar hf. var útilokað að fyrir- tæki gætu fengið jafnlaunavott- unina í tæka tíð. Þessi staða er að öllum líkindum ástæða þess að Ásmundur Einar Daðason, ráð- herra málaflokksins, ákvað að fresta gildistöku jafnlaunalaganna um eitt ár í vikunni. Aukinn frestur nær til einkafyrirtækja og stofn- ana, óháð stærð þeirra, en ekki opin berra stofnana, sjóða og fyrir- tækja í eigu ríkisins. Vaknar enginn einn daginn án faggildingar Í samtali við DV segist Elías M. Erlendsson, sviðsstjóri fag- gildingarsviðs Einkaleyfastofu, ekki geta tjáð sig um einstök til- vik. Einkaleyfastofa þurfi að fara að stjórnsýslulögum varðandi ákvarðanir sínar og því sé ferlið langt og strangt. „Venjulega fá að- ilar faggildingu til fjögurra ára. Ef ekki næst að ljúka skoðunum þá getur faggildingin runnið út. Aðil- ar geta líka brotið af sér og gert eitt- hvað sem er algjörlega á skjön við faggildinguna. Það er að minnsta kosti ljóst að það vaknar enginn einn daginn án faggildingar, þetta er langt ferli,“ segir Elías. „Faggildingin rann út hjá okkur. Það er búin að fara fram endur- úttekt á skrifstofunni hjá okkur og við erum bjartsýnir á að fá fag- gildinguna aftur,“ segir Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vott- unar, í samtali við DV. Hann seg- ist þó gera sér grein fyrir því að ferlið sé tímafrekt. „Endurúttekt- in fór fram 26. september síðast- liðinn. Það voru engar brotalamir varðandi úttektirnar okkar,“ segir Kjartan. Aðspurður hvort fyrirtæk- ið hafi hætt við að votta fyrirtæki í ljósi faggildingarmissisins segir Kjartan: „Ef við ætlum að fá fag- gildinguna þá þurfum við að geta sýnt fram á að við séum hæfir til þess að framkvæma slíkar vottanir. Eina leiðin sem er fær er að votta fyrirtæki úti í bæ. Það þarf að afla sér reynslu.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf. Vottun hf. Er til húsa í húsnæði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Keldnaholti. Vörumerki Vottunar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.