Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 53
MENNING 5316. nóvember 2018 Einstaklega góðar og ljúffengar pönnukökur Leikþáttur Dóru Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata, ákvað í haust að flytja leik- þátt úr sjónvarpsþáttunum Litla Bretland, Little Britain, á borg- arstjórnarfundi. Um var að ræða mínútulangt atriði sem fjallaði um tölvuna sem sagði „nei“. Að margra mati var um að ræða pín- legustu mínútu í sögu íslenskra stjórnmála þar sem forseti borgar- stjórar lék hlutverk Helenu Jörgen- sen, Geirs Jörgensen og Karólínu og notaði Dóra sérstakar raddir á persónurnar. Gerði hún þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykja- víkurborgar getur verið svifa- seint en hvernig það verði lagað með innleiðingu nýrrar þjónustu- stefnu. Dóra sagði síðar í viðtali að hún hefði leikið betur en hún hafði getað ímyndað sér. Lærði Smári McCarthy stærðfræði eða ekki? Á haustmánuðum 2016 sköp- uðust töluverðar umræður um hvort Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, hefði skráð rangar upplýsingar um menntun sína á Linked-in. Þá ályktun mátti draga af feril- skrá hans að hann hefði lokið BS-gráðu í stærðfræði. Hann lauk því námi aldrei. Smári sagðist ekki vita hversu stór- um hluta námsins hann hefði lokið en á samfélagsmiðlum sagðist hann eiga lítið eftir. Sigrún Helga Lund, dósent og doktor í tölfræði og frambjóð- andi Viðreisnar, furðaði sig á málinu þar sem Smári náði ekki einu sinni að ljúka fyrstu önn námsins að hennar sögn en hafi hins vegar verið iðinn við að bulla um stærðfræði á Wikipedia sem hafi komið inn ranghugmyndum hjá nem- endum. Hanna Birna eyðilagði forsíðuviðtal MAN Í apríl 2015 mætti Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtal í Íslandi í dag. Þennan sama dag átti að prenta tímaritið MAN. Viðtal Hönnu Birnu í Íslandi í dag reyndist örlaga- ríkt fyrir MAN því þar ræddi hún það sama og hún hafði rætt við MAN. Ritstjóri MAN greip því til þess ráðs að henda viðtalinu og útbúa nýja forsíðu með nýju forsíðu- viðtali. Nútíminn sagði að Hanna Birna hefði verið búin að lofa að fara ekki í persónu- leg viðtöl hjá öðrum fjölmiðl- um en MAN. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, sagðist bara hafa brett upp ermar og kom- ið með ekki síðra forsíðuvið- tal. Hanna Birna hafði verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum mánuðina á undan, en í nóvember 2014 sagði hún af sér embætti innanrík- isráðherra vegna Lekamáls- ins svokallaða. Björt með tískusýningu í þingsal Alþingis Í júlí 2017 baðst Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, af- sökunar á að hafa setið fyrir á mynd í þingsal Alþingis. Hún klæddist kjól frá fyrirtæki sem vinkona hennar er listrænn stjórnandi hjá. Myndin var síðan notuð til markaðs setningar á Instagram. Björt sagðist hafa sýnt dómgreindarleysi með því að „flögra um þingsalinn“. Með þessu sagðist hún hafa leyft sér að upp- hefja kvenleikann inni í þingsaln- um. Skoðanir voru skiptar um þetta tiltæki, en eins og með margt annað fennti yfir málið. Áfengisdíll fjármálaráðherrans Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi fjármálaráðherra og formað- ur Alþýðuflokksins, hélt glæsilega afmælisveislu til heiðurs Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra Alþýðu- blaðsins. Veislan var haldin á veitingastað í bænum og heppn- aðist gríðarlega vel að sögn þeirra sem þar voru. Jón Baldvin gerði samning við þennan tiltekna veitingastað um að fá að kaupa þar áfengið sem veitt var í veisl- unni og kaupa svo áfengi af ÁTVR til að greiða skuld sína. Ráðherr- ar á þessum tíma gátu keypt áfengi í ÁTVR án tolla og opin- berra gjalda. Þegar upp komst um þennan skiptidíl fjármála- ráðherrans endurgreiddi hann áfengið. Jón Baldvin viðurkenndi svo síðar að hann hefði gert sig sekan um dómgreindarbrest. Hann sagði þó ekki af sér þing- mennsku eða ráðherrasætinu. Yfirlið í beinni Margir muna eflaust eftir því þegar Ingi- björg Pálmadóttir, þáverandi heil- brigðisráðherra, féll í yfirlið í beinni út- sendingu hjá RÚV þar sem hún var í viðtali árið 2001. Ingibjörg féll nán- ast beint í fangið á Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur frétta- konu þar sem við- talið fór fram í kringlu Alþingishússins. Nokkrar umræð- ur fóru í gang í kjöl- farið um að þetta hefði verið sviðsett. Ingibjörg sagði af sér ráðherraemb- ætti skömmu seinna og var ástæðan sögð veikindi hennar. Smári McCarthy Reikningsdæmið gekk ekki upp. Hanna Birna Sveik tímaritið MAN á útgáfudegi. Björt Ólafsdóttir Eins og hátískufyrirsæta í Mílanó. Jón Baldvin Vafasamur sprúttdíll. Dóra Björ Sýndi mikla leiktilburði í sal borgarstjórnar. Ingibjörg Pálma- dóttir Féll í yfirlið í beinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.