Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 74
74 FÓLK 16. nóvember 2018 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Hlutir sem Íslendingar ætluðu að sniðganga en gerðu svo aldrei LJÓSMYND: DV/HANNA Þjóðin reiðist reglulega yfir einhverju hneyksli. Margir láta stór orð falla þegar eitthvað kemur upp og ætla að fylgja því eftir með því að sniðganga eitthvað. Samstillt átak neytenda hefur virkað hér á landi, við sáum það í tilviki Brúneggja og stóra kjötböku- málinu. Reiði almennings hefur þó ekki alltaf borið árangur og oft hefur ákall eftir því að ákveðin vara sé sniðgengin fjarað út á stuttum tíma. DV tók saman nokkur dæmi þar sem árangur var lítill sem enginn. Stóru bensínstöðvarnar þrjár, Esso, Skeljungur og Olís, stunduðu ólöglegt verðsamráð á árunum 1993 til loka árs 2001. Rann- sókn Samkeppnisstofnunar lauk árið 2004 og segir í þúsund blaðsíðna skýrslu hennar að olíufélögin þrjú hafi „haft með sér yfirgripsmikið og óslitið samráð um verð, markaðsskiptingu og gerð tilboða“. Talið er að olíufélögin hafi hagnast um 6,5 millj- arða króna vegna samráðsins. Margir Íslendingar ætluðu aldrei aftur að versla við félögin og greiddi það fyrir komu Atlantsolíu til landsins, flestir gáfust þó fljótt upp og hafa bensínstöðvar félaganna aldrei verið fleiri en nú. Margt hefur þó breyst, Esso heitir nú N1 og Dælan; Skeljungur heitir nú Orkan og það er nánast stöðug röð í bensíndælur Costco í Kauptúni. Samfélagið ætlaði á hliðina eftir að tvær konur stigu fram vorið 2014 eftir að þær voru reknar úr Sambíóunum eftir að þær tóku þátt í umræðum á netinu um kynjamismunun. Sögðu þær að yfirmenn sínir hefðu úthlutað körlum og konum sérstök störf á vinnu- staðnum, en rökin fyrir slíkri hagræðingu voru sú að annað kynið, konur, seldi meira í bíósjoppunni. Í kjölfarið hófst hávær umræða um að sniðganga Sambíóin. Það tók viku fyrir Sambíóin að bregðast formlega við, fram að því hafði neikvæðum athugasemdum verið eytt af samfélagsmiðlum fyrirtækisins og aldrei náðist í stjórnendur. Uppsagnirnar voru að lokum dregnar til baka og konurnar voru beðnar afsökunar, vísaði fyrirtækið á vaktstjóra sem átti að hafa tekið ákvörðunina um vinnufyrirkomulag kynjanna. Í dag muna fáir, ef einhver, eftir því að það hafi átt að sniðganga Sambíóin. Prófaðu að segja orðið „Ísrael“ í næstu fermingarveislu, það eru meiri líkur en minni á að þú munir lenda í rifrildi við einhvern. Fjöldinn allur af Íslendingum vill að við sem þjóð skiptum ekki við Ísrael vegna hertöku á landsvæði Palestínumanna og allra þeirra sem hafa látið lífið á svæðinu á undanförnum árum. Reykja- víkurborg ætlaði um árið að sniðganga allar vörur frá Ísrael en borgin var rekin til baka með það. Voru margir með háværar yfirlýsingar á samfélagsmiðlum um að ætla aldrei aftur að borða Jaffa-appelsínur, setja myntu í mojitoinn sinn eða drekka SodaStream. Það gekk ekki eftir og samkvæmt tölum Hagstof- unnar hefur innflutningur á vörum frá Ísrael aukist verulega á síðustu árum. Almenningur frussaði út úr sér matnum þegar það frétti að hann gæti innihaldið iðnaðarsalt. Greint var frá því í byrjun árs 2012 að matvælafyrirtæki hefðu í áraraðir notað salt sem ætlað var til iðnaðar og kom þá í ljós að Matvælastofnun hefði vitað af því í tvo mánuði að Ölgerðin hefði selt iðnaðarsalt. Saltið sem um ræðir er nánast alveg eins og annað salt og sögðust fyrirtækin ekki hafa gert sér grein fyrir því að það væri ekki ætlað til mann- eldis. Sagði forstjóri Ölgerðarinnar þetta vera „aulaleg mistök“. Mikið fjölmiðlafár gaus upp og sögðust margir aldrei ætla að skipta við framleiðendur sem hefðu verið að „eitra“ fyrir þeim með þessum iðnaðarsaltsóþverra. Flestir voru búnir að gleyma þessu í lok mánaðarins. Íslendingar hafa lengi haft óbeit á stórum fyrirtækjum sem hafa yfir- burðastöðu á tilteknum markaði, þ.e.a.s. þeir sem hafa ekki beinan hag af því. Sumarið 2016 var Mjólkursamsalan sektuð um 460 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Stór hluti þjóðarinnar bölvaði fyrirtækinu í sand og ösku við kvöldverðar- borðið og ætlaði aldrei aftur að nota MS mjólk í kaffið. MS var sakað um að beinlínis beita sér gegn vörum frá litlum samkeppnisaðilum. Sala á mjólk frá Örnu áttfaldaðist á stuttum tíma. Sniðgangan gekk ekki lengra en svo að í dag eru mjólkurkælar verslana enn stútfullir af vörum frá MS. Rúmlega 27 þúsund Íslendingar skrifuðu í vor undir áskorun um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision á næsta ári vegna þess að keppnin verður haldin í Ísrael. Á síðu undirskriftalistans sagði: „í ljósi mann rétt inda brota Ísra els rík is gagn vart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verj andi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovisi on í skugga þess of beld is sem Ísra el beit ir ná- granna sína. Ísra els ríki hef ur á und an förn um mánuðum myrt tugi ein stak linga fyr ir það eitt að mót mæla ástand inu.“ Margir listamenn tóku undir áskorunina, þar á meðal Páll Óskar og Daði Freyr. RÚV ætlar að taka þátt þrátt fyrir áskoranirnar og verður að koma í ljós hvort áhorfið verði sambærilegt síðustu árum. Landsmenn hafa átt í ástar/haturssambandi við DV í áratugi. Þrátt fyrir að margir elski að lesa krassandi fyrirsagnir og fréttir sem þora að ganga lengra, þá eiga margir erfitt með það. Athugasemdakerfið sýnir það svart á hvítu að margir lesendur lesa DV hreinlega til þess að finna eitthvað til að kvarta yfir. Flestir átta sig þó á því að blaðamenn vilja bara upplýsa fólk eins mikið og hægt er, þess vegna hefur lestur á vef DV aldrei mælst meiri en nú. Sambíóin Ísrael Mjólkursamsalan Stóru bensínstöðvarnar Eurovision Iðnaðarsalt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.