Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 70
70 FERÐALÖG 16. nóvember 2018 Átta vinsælir en ofmetnir ferðamannastaðir Fjölmargir sem heimsækja New York-borg telja það heilaga skyldu sína að fara upp í þennan heimsþekkta skýjakljúf. Ráðlagt er að taka mynd af byggingunni og láta það duga. Raðirnar eru mjög langar, aðgöngumiðinn dýr og öryggisleitin svo lýjandi að það hálfa væri miklu meira en nóg. Síðan er útsýnið af toppnum ekkert sérstakt. Steinhringurinn dularfulli er eitt þekktasta forsögulega fyrirbæri heims og þangað flykkjast milljónir ferðamanna ár hvert. Flestir verða þeir fyrir vonbrigðum. Steinarnir eru ekki stórir né sérstaklega tilkomumiklir og lítið fer fyrir leyndardómunum þegar ferðamenn sjást á vappi hvert sem horft er. Litla hafmeyjan er mjög lítil stytta. Miðað við heiti styttunnar þá ætti það ekki að koma neinum á óvart en samt verða milljónir ferða- manna fyrir vonbrigðum á hverju ári eftir að hafa haft fyrir því að koma sér út á Löngulínu til þess að berja hana augum. Feneyjar, og sérstaklega Markúsartorg, virka mjög heillandi á myndum en í raunveruleikanum eru þetta hægsökkvandi dúfnaklósett þar sem allt er selt á okurprís. Síðan er varla hægt að hreyfa sig fyrir öðrum ferðamönnum. Sérstaklega ber að forðast að láta plata sig í gondólasiglingu. Fínt fyrir nokkrar Instagram-myndir og síðan er best að forða sér annað. Það er með öllu óskiljanlegt að „Augað“ sé sá staður, sem innheimtir gjald, sem flestir ferða- menn heimsækja í London. Nánast allir gera það bara einu sinni og það segir ýmislegt. Turninn sjálfur er tilkomumikill enda helsta kennileiti Parísarborgar. Að fara upp í turninn er þó gjörsamlega ofmetið. Það er tímafrekt og dýrt. Betra er að skoða fallega drónamynd af netinu og eyða tímanum í París með öðrum hætti. Eitt frægasta kennileiti Brussel er agnarsmá stytta af litlum mígandi dreng. Heimsfrægð styttunnar er með öllu óskiljanleg en hornið sem hún stendur mígandi við er yfirleitt krökkt af ferða- mönnum með myndavélar á lofti. Við þekkjum öll þá tilfinningu að koma til einhverrar borgar í fyrsta sinn og leggja síðan lykkju á leið okkar til þess að skoða eitthvað heimsfrægt kennileiti. Þótt flestir reyni að telja sér trú um annað þá er upp- lifunin fullkomin vonbrigði. Síðan er smellt af mynd af skyldurækni og síðan fer maður að reyna að finna eitthvað skemmtilegra að gera í borginni. DV tók saman átta ofmetna en heimsfræga ferðamanna- staði sem eru vinsælir áfangastaðir Íslendinga. Það er grátlegt að eyða tíma í Pisa þegar mun merkilegri og skemmti- legri borgir eru skammt undan. Það sem lokkar flesta ferðamenn að er frægasta verkfræðiklúður sögunnar sem á einhvern ótrúlegan hátt er orðið ein helsta ferðamannagildra Evrópu. Turninn er frekar lítill og ómerkilegur en það sem er nærri óbærilegt er ótrúlegur fjöldi fólks sem reynir að framkvæmda sömu sjónhverfingamyndina. Empire State-byggingin, New York, Bandaríkjunum Litla hafmeyjan, Kaupmannahöfn, Danmörk Markúsartorg, Feneyjar, Ítalía The London Eye, London, Bretland Skakki turninn, Pisa, Ítalía Pissustrákurinn, Brussel, Belgía Eiffel-turninn, París, Frakkland Stonehenge, Salisbury, Bretland Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.