Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 66
66 MATUR 16. nóvember 2018 S ælgætið Þristur hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hrósað sigri í fjöl- miðlum þegar Íslendingar eru beðnir um að velja sitt eftir- lætis nammi. Saga Þristsins nær aftur til ársins 1990 þegar hann var fyrst framleiddur en það má segja að fæðing hans hafi borið að með óvenjulegum hætti. „Við fengum bón um að gera af- mælisköku með karamellukremi og lakkrís. Hún var ofboðslega góð,“ segir Jón Sigurður Kjartans- son, sem stofnaði sælgætisgerðina Kólus, sem framleiðir Þrist, ásamt bróður sínum, Kjartani Páli, árið 1962. Út frá þessu var ákveðið að byrja framleiðslu á Þrist, sem var í raun þrjár tegundir af sælgæti í einni sælgætisstöng. Á þessum tíma var ekki orðið jafnvinsælt og er í dag að framleiða sælgæti sem var blanda af lakkrís og súkkulaði, og sá fólk um það sjálft að kaupa sér til að mynda Siríus-súkkulaðilengju og Kólus-lakkríslengju og blanda því tvennu saman. Þristur var því mikil nýbreytni á íslenskum sæl- gætismarkaði. Gaf strákunum smakk í leikfimi Jón segist aldrei hafa verið í vafa um að Þristurinn myndi slá í gegn. „Við vissum alltaf að þessi vara væri einstök,“ segir hann, í hand- skrifuðum svörum við spurningum DV um Þrist. Jón verður áttræður á næsta ári og vinnur enn í Kólus. Hann vildi fremur handskrifa svör- in þar sem hann hefur aldrei náð almennilega tökum á tölvuskrifum. Að eigin sögn gerir hann ekki mik- ið lengur í framleiðslunni, en þar eru synir hans, sem vinna einnig í Kólus, hjartanlega ósammála. Synir hans komu í raun við sögu þegar Þristurinn varð til þar sem einn þeirra, Kjartan Bergur Jóns- son, stundaði þá nám í Árbæjar- skóla. Faðir hans sendi hann með prufu af Þrist í skólann einn daginn og Kjartan gaf strákunum fyrstu Þristabitana í leikfimitíma. Smakk- ið sló í gegn og þá var ekki aftur snúið. Uppáhaldslitir afmælisbarnsins Þristur hefur haldið sínum ein- kennislitum, rauðum og gulum, frá upphafi og hafa umbúðirnar nán- ast ekkert breyst. „Það sem selst vel, maður breyt- ir ekki útliti á því. Það var afmælis- barnið, sem fékk súkkulaðikökuna frægu, sem hannaði umbúðirn- ar. Þetta voru uppáhaldslitir þess,“ segir Jón. En hvað með nafnið Þristur. Kom eitthvert annað til greina? „Nei, annað nafn kom aldrei til greina.“ „Unnendur Þrists fara ekki í pásu“ Margir muna eftir því að Þristurinn var eingöngu seldur í litlum stykkj- um þegar hann kom fyrst á mark- að fyrir hartnær þrjátíu árum. Árið 1998 kom stærri gerð af Þrist á mark- að og síðar var hann seldur í pokum. Nýlega voru svo Þristakúlur settar á markað, en óvíst er hvort Kólus ætli að leika sér meira með Þrist- inn í framtíðinni. Sælgætisframleið- andinn þarf svo sem lítið á því að halda þar sem velgengni Þristsins virðist engan endi ætla að taka. „Íslendingar eru bragðvís þjóð. Þeir vita hvort gott er gott. Þristur er alltaf jafn góður og salan jöfn. Unnendur Þrists fara ekki í pásu,“ segir Jón aðspurður hvort salan sé misjöfn á milli árstíða. Þá hafa nammigrísir eflaust tekið eftir því í gegnum tíðina að Kólus auglýsir lítið sem ekkert vörur sínar. „Þrist þarf einfaldlega ekki að auglýsa,“ segir Jón og bætir við að mörg tonn seljist á ári hverju þótt hann vilji ekki gefa upp nákvæm- ar tölur. Og þótt húsakynni Kólus séu ekki ýkja stór er þar mögulegt að framleiða átta Þrista á sekúndu með nýjum vélum. Fyrst við erum að tala um vin- sældir Þristsins þá verð ég að spyrja hvort Jón hvort hans fjölskylda hafi aldrei haft áhyggjur af því að aðrir nammiframleiðendur reyndu að apa eftir gottinu. Hann segir það eiginlega ekki hægt. „Það er tæknilega séð ekki hægt, nema að hafa okkar lakkrís.“ Toppurinn á Íslandsferðinni Til marks um velgengni Þrists- ins, og annarra vara Kólus, hef- ur sælgætisframleiðandinn skilað miklum hagnaði frá ári til árs og var sá sælgætisframleiðandi sem kom hvað best undan hruninu á Íslandi. Jón segir hins vegar að Þrist hafi aldrei verið ætlað að fara í útrás, þótt útlendingar séu almennt hrifnir af kruðeríinu. Þá dettur Jóni í hug ein gömul skemmtisaga. „Það komu til okkar þýskir túristar, hjón sem höfðu áhuga á að kaupa sælgæti og fara með það heim í stórveislu sem þeim var boðið í. Þau fengu að bragða Þrist og fengu hringferð um fyrirtækið. Þau sögðu þessa upplifun topp- inn á Íslandsferðinni og sælgætið það besta sem þau hefðu nokkru sinni smakkað. Það sló líka í gegn í veislunni. Nú halda þessi hjón ekki Þristlaus jól. Það er bara þannig.“ n Átta Þristar framleiddir á sekúndu n Saga Þristsins rakin n Eitt vinsælasta nammi Íslands n Ekki hægt að stela því „Við vissum alltaf að þessi vara væri einstök Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Fyrst við erum að fjalla um sögu Þristsins ákváð- um við að deila einni uppskrift þar sem Þristur er í aðalhlutverki. Þetta Þristagott kemur úr smiðju Maríu Gomez á paz.is og ætti að renna ljúflega niður. Botn – Hráefni: 300 g Þristar (einn poki + einn stór Þristur) 1 poki Apollo lakkrískurl svart (ekki fyllt eða með súkkulaðihúð, bara „plain“ svart) 120 g smjör eða Ljóma 100 g Rice Krispies Krem ofan á – Hráefni: 30 g smjör eða Ljóma 200 g hreint Milka-súkkulaði Aðferð: Bræðið saman Þrista og smjör í potti við vægan til meðalhita og hrærið í á meðan. Þegar þetta er alveg orðið bráðnað slökkvið þá undir pottin- um. Bætið svo strax við Rice Krispies og lakkrís og hrærið vel saman. Setjið svo í eldfast mót með smjörpappa undir og setjið í frysti á meðan kremið er gert. Bræðið nú saman yfir vatnsbaði Milka-súkkulaði og 30 g smjöri. Takið þristagottið úr frystinum og hellið súkkulaðikreminu yfir allt, jafnt. Stingið aftur í frysti og leyfið því að vera þar í eina klukku- stund áður en það er borðað (að minnsta kosti, en má vera mikið lengur). Takið út um 15 mínútum áður en þess er neytt og leyfið að standa á borði. Skerið í litla bita eftir þessar 15 mín- útur og geymið svo ávallt í frysti ef eitthvað verður eftir. Þristagott Handskrifaða bréfið frá stofnanda Kólus. Húsakynni Kólus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.