Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 20
20 FÓLK - VIÐTAL 16. nóvember 2018 G akktu í bæinn.“ Það er Gylfi Sigurðsson, okkar fremsti knattspyrnumaður og leik­ maður Everton í Englandi, sem ávarpar blaðamann. Gylfi stendur í dyrunum í glæsilegu heimili í úthverfi Manchester. Gylfi er fyrir mynd sem hefur átt feril sem alla unga knattspyrnumenn dreymir um. Við höfum öll séð Gylfa á skján­ um, smella boltanum upp í skeytin, eiga ótrúlegar sendingar, vinna leiki upp á eigin spýtur, og við höfum séð hann í hverju viðtalinu á fætur öðru. Hingað til hefur Gylfi haldið sín­ um persónulegu högum að mestu fyrir sig en í samtali við Hörð Snæv­ ar Jónsson, ritstjóra 433.is, ákvað okkar fremsti knattspyrnumaður að hleypa lesendum nær sér en áður. „Langt síðan ég ætlaði að giftast henni“ Gylfi settist niður með blaðamanni í herbergi sem allt knattspyrnu­ áhugafólk hefði unun af að skoða. Herbergið er eins og safn. Þar má sjá treyjur frá mörgum af bestu knattspyrnumönnum í heimi sem rammaðar eru inn og hanga á veggj­ um. Fram undan er leikur í London, gegn stórliði Chelsea. Leikur sem á eftir að enda með markalausu jafn­ tefli og þau sem sitja við skjáinn heim eiga eftir að öskra á sjónvarp­ ið þegar brotið er illilega á okkar manni. Það er þess vegna sem hann verður ekki með í næstu leikjum landsliðsins. Það veit blaðamaður ekki á þessari stundu, þar sem hann situr á móti Gylfa. Úr eldhúsinu berst lokkandi ilmur en þar er Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa, við matseld. Gylfi og Alexandra trúlof­ uðu sig í sumar í paradísinni á Ba­ hamaeyjum. ,,Það er langt síðan ég ætlaði að giftast henni. Ég var bara ekki bú­ inn að ákveða hvernig eða hvar ég myndi bera þetta upp,“ segir Gylfi þegar hann er spurður út í bónorðið, en stóri dagurinn verður á næsta ári. „Það eru sjö ár síðan við kynntumst. Hún er frænka Kolbeins.“ Gylfi á vit­ anlega við einn okkar besta sóknar­ mann og samherja sem nýlega steig upp úr erfiðum meiðslum. „ Systir Kolbeins og Alexandra eru mjög góðar vinkonur. Það var í gegnum þau sem við kynntumst,“ segir Gylfi og bætir við að eftir heimsmeistara­ keppnina í Rússlandi hafi þau ákveðið að fara í frí til Bahamaeyja. Þar leiddi eitt af öðru. „Það var frábær staður til að fara á skeljarnar,“ segir Gylfi. „Við áttum geggjaðan dag, tvö saman. Ég lét vaða í kvöldmatnum. Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Við vorum úti allan daginn og komum til baka í kvöldmat sem ég hafði planað. Ég var búinn að fela Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Gylfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.