Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 58
58 16. nóvember 2018 Þ ann 1. desember næstkom­ andi verða 100 ár liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi frá Dönum og tók eigin málefni meira í sínar hendur en áður var. Löngum hefur sjálfstæðisbaráttu Íslendinga verið þakkað fyrir þenn­ an árangur og fremstur í flokki bar­ áttumanna er að jafnaði nefndur Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón for­ seti. Þá var lýðveldið einmitt stofn­ að á fæðingardegi Jóns sem er fyrir­ ferðarmikill í þjóðarvitund flestra Íslendinga fyrir vasklega framgöngu hans í baráttu fyrir sjálfstæði lands­ ins. En getur hugsast að upphaf sjálf­ stæðisbaráttunnar hafi ekki verið runnið undan rifjum Íslendinga? Getur hugsast að upphafið megi rekja til krafna frá Dönum? Ekki er víst að öllum hugnist þessi sögu­ skýring en nýlega skrifaði Søren Mentz, doktor í sagnfræði og for­ stjóri Museum Amager, grein um þetta sem var birt í Amtsavisen. „Augnaráðið flöktir aðeins þegar talið berst að þessu máli. Var Ísland ekki eitt sinn hluti af Danmörku? Jú, það er alveg rétt en margir hafa gleymt því. Bæði á Íslandi og í Dan­ mörku. Það er því við hæfi að segja frá því af hverju Íslendingar fagna 100 ára fullveldisafmæli á þessu ári.“ Svona hefst grein Mentz sem fer síðan aftur í tímann og rekur atburðarásina sem að hans mati leiddi til þess að Íslendingar fóru að berjast fyrir sjálfstæði. Margir Íslendingar konungshollir „Danski ævintýramaðurinn Jørgen Jürgensen (Jörundur hundadaga­ konungur, innsk. blm.) kveikti neista byltingarinnar á Íslandi í júní 1809. Með stuðningi frá breskum verslunarleiðangri handtók hann danska stiftsamtmanninn og lýsti Íslands sjálfstætt frá Danmörku,“ segir Mentz og bætir við að stjórn Jörundar hafi ekki verið langlíf því í ágúst hafi breskt herskip birst í Reykjavík. Skipstjóri þess varð mjög hissa á að breskir kaupmenn hefðu hefðu tekið þátt í uppreisn. Stifts­ amtmaðurinn var settur í embætti á nýjan leik og Jörundur var fluttur til Lundúna og settur í fangelsi. „Íslendingar fylgdust rólegir með þessum atburðum. Þeir höfðu ekki áhuga á hverjum þeir tilheyrðu. Fjarri Kaupmannahöfn höfðu þeir alltaf séð um sig sjálfir,“ segir Mentz og heldur áfram: „Í ár fagna Íslendingar 100 ára fullveldi. Í raun var sjálfstæðið frá Danmörku mjög langt ferli þar sem reynt var að halda í einhvers kon­ ar form ríkjasambands. Krafan um meira íslenskt fullveldi kom nefni­ lega ekki frá Íslandi í upphafi. Fall einveldisins 1848 hafði í för með sér mörg ófyrirséð vandamál, áttu Grundloven (stjórnarskrá Dan­ merkur, innsk. blm.) einnig að gilda fyrir Ísland og áttu Danir þá að stjórna Íslandi? Það taldi stjórn­ málamaðurinn Jón Sigurðsson ekki. Hann færði rök fyrir að Ísland hefði verið frjálst sambandsríki und­ ir norsku krúnunni með sjálfstæða stjórn. Hann sagði að eina stöðu­ lagatenging Danmerkur og Íslands væri persónulegt samband við kon­ unginn sem þjóðhöfðinga tveggja fullvalda og sjálfstæðra ríkja. Þung­ vægasta röksemd þessa íslenska þjóðernissinna var að Ísland og Danmörk væru tvö gjörólík samfé­ lög með tvo ólík tungumál og tvær ólíkar þjóðir. Það sama hafði verið sagt um hertogadæmin í Slésvík og ef ekki var hægt að sameina dönsku og þýsku í eitt þjóðríki þá var ekki heldur hægt að búa til ríki Dana og Íslendinga.“ Síðan víkur Mentz að viðbrögð­ um danskra stjórnvalda. „Þetta vildi danska ríkisstjórn­ in ekki samþykkja. Stríðin í Slés­ vík stálu allri athyglinni á þessum tíma svo það var ekki fyrr en 1871 sem danskir stjórnmálamenn sam­ þykktu lög um „Stjórnarskrárlega stöðu Íslands í konungsríkinu“. Samkvæmt þeim var Ísland óað­ skiljanlegur hluti af danska ríkinu. Þrátt fyrir að stjórnarskráin veitti Alþingi takmarkað löggjafarvald átti að taka mikilvægar ákvarðanir í Kaupmannahöfn. Íslendingar sam­ þykktu stjórnarskrána án mikill­ ar hrifningar en margir Íslendingar voru mjög konungshollir.“ Mentz segir að 1918 hafi danska ríkisstjórnin á nýjan leik samið um samband Íslands og Danmerk­ ur. Danskir stjórnmálamenn hafi of lengi látið undir höfuð leggjast að hlusta á gagnrýni Íslendinga og heimastjórnarlögin 1904 hafi ekki dugað til að koma á ró. Í stuttu máli sagt hafi Íslendingar ekki viljað vera óaðskiljanlegur hluti af Danmörku. Danska ríkisstjórnin og Alþingi náðu samningi um nýtt ríkjasam­ band, sem var samþykkt í báðum löndum. Í því var kveðið á um að Ís­ land væri fullvalda ríki í konungs­ sambandi við Danmörku og var Kristján X „nýr“ konungur Íslands. „Að þetta tókst 1918 á rætur að rekja til annarra mála. Mála sem höfðu mikið tilfinningalegt gildi fyrir Danmörku. Lok fyrri heimsstyrj­ aldarinnar og ósigur Þýskalands gaf Dönum tækifæri á að fá Suður­ Jótland aftur ef íbúar Norður­Slés­ víkur vildu það. Ef fólkið í Norður­ Þýskalandi gat greitt atkvæði um hvaða þjóð það vildi tilheyra var erfitt að hafna kröfu Íslendinga um fullveldi, sérstaklega þegar stríðið hafði sýnt fram á að þeir gátu stýrt eigin landi. Þetta virtist vera með­ vituð ákvörðun Zahles forsætisráð­ herra. Hann lýsti því einnig yfir að það gæti aldrei þjónað hagsmun­ um lítillar þjóðar að kúga þjóð sem væri enn minni. Danmörk gat sam­ einast Suður­Jótlandi og þannig var hægt að loka sárinu sem varð til í ósigrinum 1864 (þegar Danir töp­ uðu Suður­Jótlandi í stríði við Þjóð­ verja, innsk. blm.). Verðmiðinn var stofnun ríkjasambands tveggja sjálf­ stæðra þjóða með einn konung.“n TÍMAVÉLIN Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is 235.000.000 kr. FOSSALEYNIR 16, 112 REYKJAVÍK Bjart og rúmgott atvinnuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu samtals 936,4 fm, þar af skrifstofuhúsnæði, á 2.hæðum, alls 636,2 fm og iðnaðarhúsnæði, 2 bil með innkeyrsluhurðum, alls 300,2 fm Allar nánari upplýsingar veitir Halla fasteignasali s. 659 4044, halla@gimli.is Halla Unnur Helgadóttir, lögg. fast. s.659 4044 Tegund Stærð Atvinnuhúsnæði 936 M2 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at gimli.is / Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst hjá okkur n Sjálfstæði Íslands frá Danmörku Austurvöllur Styttan af Jóni Sigurðssyni. VAR UPPHAF SJÁLFSTÆÐISKRÖFUNNAR FRÁ DÖNUM KOMIÐ? Søren Mentz Umdeild söguskýring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.