Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 64
64 16. nóvember 2018 8.mars, 2010, fannst finnska konan Katariina Pantila lífvana í fangaklefa sínum í Turku. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Katariina, sem hafði verið hjúkrunarkona, fékk lífstíðardóm 19. maí árið 2009 fyrir að hafa myrt 79 ára, andlega vanheila konu í Ylöjärvi í Finnlandi í mars árið 2007. Konan var í endurhæfingu, en nánast rúmliggjandi þegar Katariina myrti hana með insúlínsprautu. Katariina var einnig dæmd fyrir morðtilraun því við rannsókn máls- ins kom fleira í ljós. Katariina hafði nefnilega nokkrum dögum áður reynt að fyrirkoma átta mánaða gömlu barni í fjölskylduhófi. Þá hafði Katariina einnig notað insúlín, en ekki haft erindi sem erfiði. SAKAMÁL J ames nokkur Camb var þjónn á farþegaskipinu Durban Castle um miðja síðustu öld. Í október árið 1947 var skipið á leið til South­ ampton á Englandi frá Höfða­ borg í Suður­Afríku. Á meðal far­ þega var Eileen Isabella Ronnie Gibson, 21 árs leikkona sem not­ aði sviðsnafnið Gay Gibson. Upp úr miðnætti, aðfaranótt 18. október hringdu bjöllur í vistarverum þjónustufólks um borð og sýndu að Gay Gibson þarfnaðist einhverrar þjónustu. Þjónninn Frederick Steer svaraði kallinu, bankaði á hurðina og opnaði dyrnar. Dyr­ unum var lokað á nefið á honum af karlmanni inni í klefanum, en áður en hurðin féll að stöfum náði Frederick að bera kennsl á viðkomandi, sem hálfhrópaði: „Hér er allt í lagi.“ Sá hann að þar var á ferðinni kollega hans, áður nefndur James Camb. Frederick sá hvorki ástæðu til að dvelja við né aðhafast frekar. Gay Gibson gufuð upp Daginn eftir var Gibson hvergi að sjá, engu líkara en hún hefði gufað upp. Frederick minntist þá at­ burða næturinnar og sá þá í öðru ljósi ekki síst vegna þess að hann vissi að Gay Gibson hafði ekki að­ eins hringt bjöllu í vistarverum þjónanna heldur einnig hjá þjón­ ustustúlkunum. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa valdið því og hún jafnvel talið sig í hættu. Eðli málsins samkvæmt var rætt við James Camb og skips­ læknirinn skoðaði hann hátt og lágt. Á líkama hans voru skrám­ ur sem bentu til átaka; hægra megin á hálsi, á öxlum hans og úlnliðum. Þegar skipið lagðist að bryggju í Southampton beið lögreglan þar til að yfirheyra James Camb. Fór á taugum Að sögn Camb hafði Gay Gibson boðið honum til klefa síns og í rekkju sína. Hann sá ekki ástæðu til að hafna því boði og þau höfðu samfarir, með sam­ þykki hennar. Hún fékk flog ein­ hvers konar og dó. Hann hafði reynt að endurlífga hana en ekki tekist. Þá fór hann á taugum og tróð líkinu út um kýraugað. Í ljósi þess að James Camb var ákærður fyrir morð og Kaldunnin þorsklifrarolía Íslensk framleiðsla 120/180 60 220 ml Dropi af náttúrunni „Fyrir mér er Dropi heilindi og lífsorka” nLeikkonan Gibson var á heimleið n Endaði í hafinu n Þjónninn gerði það SÍÐASTA SIGLINGIN Durban Castle Gay Gibson var á leið til Englands frá Suður-Afríku. Þ ann 18. júní, 2001, hvarf 15 ára bresk stúlka, Dani­ elle Jones, á leið sinni að strætóskýli í Austur­Tilbury í Essex, þar sem hún bjó. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af henni síðan. Grunur beindist fljótlega að frænda Danielle, Stuart Campbell, og var hann um síðir saksóttur vegna morðsins, þrátt fyrir að slíkt sé óvenjulegt þegar ekkert lík er til staðar. Heima hjá Campbell höfðu nefnilega fundist blóðugir sokkar og á þeim lífsýni þeirra beggja, Danielle og Campbell. Fundurinn sannfærði rannsóknarlögregluna um að Danielle væri dáin og að Campbell væri viðriðinn dauða hennar. Fellur á eigin bragði Í dagbók Campbell, sem lögreglan lagði hald á, mátti lesa um óeðli­ lega mikinn áhuga hans á tánings­ stúlkum. Campbell fullyrti að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt og máli sínu til sönnunar sagði hann að Danielle hefði sent honum sms­orðsendingu eftir að hún hvarf. Einföld athugun leiddi í ljós að samkvæmt gögnum úr fjarskipta­ möstrum hafði sími hans verið á sama stað og sími Danielle þegar skilaboðin voru send. Mátti því vera ljóst, að mati lögreglu, að hann hafði tekið síma Danielle til handargagns eftir að hann myrti hana. Til að bæta um betur þá sýndu gögn úr fjarskiptamastri enn frem­ ur að hann hafði logið til um hvar hann var þegar Danielle hvarf. Þóttist vera ljósmyndari Stuart Campbell var, í desember 2002, sakfelldur fyrir morðið á Danielle og mannrán að auki. Fyrir hið fyrra fékk hann lífstíðar­ dóm og hið síðara tíu ára. Síðar kom í ljós að Stuart Campbell, sem var húsasmiður, hafði iðulega gef­ ið sig út fyrir að vera ljósmyndari og undir því yfirskini tekið myndir HÆTTULEGI HÚSASMIÐURINN nUnglingsstúlkan Danielle hvarf og grunur beindist að frænda hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.